Orð og tunga - 2021, Síða 63

Orð og tunga - 2021, Síða 63
52 Orð og tunga í skrifum sínum. Það sama á þó við um Klemens og jafnvel að einhverju leyti Guðnýju. Tilbrigðaleysi í bréfum Guðrúnar, sem öfugt við systkini sín naut nær engrar formlegrar skólagöngu, gæti stafað af því að myndirnar hef og hefur hafi verið (næstum) einráðar í máli hennar almennt, í skrifum jafnt og tali, þótt ekki sé hægt að útiloka að þarna sé um meðvitað val að ræða. Áhrif málstöðlunar eru aftur á móti ólíkleg í tilviki Sigurjónu sem auk Finns sýnir mest tilbrigði í bréfunum. Hún hafði ekki notið neinnar formlegrar menntunar og það er vandséð eftir hvaða leiðum hugmyndir um æskilega málnotkun hefðu ratað til hennar. Það er því nauðsynlegt að rýna betur í gögnin, einkum niðurstöðurnar hjá Finni og Sigurjónu, og bera þau saman við önnur gögn og heimildir. Nánari skoðun á bréfum Finns leiddi í ljós áhugaverðan mun á nútíðarmyndum hafa í eldri og yngri bréfum í úrvalinu: Á háskólaárum hans voru myndirnar hefi og hefir næstum allsráðandi í bréfunum (99%) en síðar urðu myndirnar hef og hefur ríkjandi (92%). Frekari gögn styðja þetta. Fyrstu árin í Kaupmannahöfn (1878−1880) skrifaði hann fjölda bréfa til móður sinnar. Mæðginin voru náin og bréfin eru almennt persónulegri en þau sem hann skrifaði föður sínum. Eigi að síður eru myndirnar hefi og hefir líka ríkjandi í þeim (96%) svo Finnur virðist almennt hafa notað þær myndir í persónulegum skrifum á yngri árum. Einnig var gerð lausleg athugun á útgefnum skrifum hans frá ólíkum tímum, einkum blaðagreinum, og þar kom í ljós svipað munstur og í bréfunum:8 Í efni frá árunum upp úr 1880 voru myndirnar hefi og hefir ráðandi (92%) en eftir 1900 voru hef og hefur aftur á móti einráðar. Finnur virðist því hafa verið hallur undir myndirnar hefi og hefir á skólaárum sínum, a.m.k. í ritmáli, en söðlað um að námi loknu og farið að nota hef og hefur í skrifum sínum eins og hann hefur trúlega alltaf gert í tali. Hann segir enda sjálfur síðar á ævinni (Finnur Jónsson 1914:34−35): „hafa, nút. hef, hefur eða hefi, hefir; [...] nú er ætíð sagt hef, hefur, og er rjett að það ráði.“ Þetta bendir eindregið til þess að hann hafi breytt notkun sinni meðvitað og það virðist því óhætt að fullyrða að málstöðlun hafi ráðið vali hans þótt staðallinn sem hann fylgdi hafi breyst frá einum tíma til annars. Hann hagaði því máli sínu á síðari árum eins og Guðrún sem alla 8 Eldri skrif Finns sem skoðuð voru: Greinin „Um íslenzka tungu“ í Skuld 2. ágúst (bls. 74−75) og 18. ágúst 1882 (bls. 79−80) og hluti af greininni „Um hinn lærða skóla á Íslandi“ í Andvara 1883 (bls. 97−103 og 130−135). Yngri skrif: Greinar í Þjóðólfi 12. október 1901 og 21. mars 1902 ásamt formála að Orðakveri (Finnur Jónsson 1914). tunga_23.indb 52 16.06.2021 17:06:49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.