Orð og tunga - 2021, Síða 68
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 57
litið á umfang aðkomuorða í bréfum systkinanna, bæði í heild og
hjá einstökum bréfriturum, og síðan verður litið nánar á orðin sem
þau nota m.t.t. einkenna þeirra og uppruna. Rannsóknin á umfangi
orðanna beinist að þessum hluta orðaforðans í heild fremur en að
einstökum orðum eins og lýst var í 3.3.2. Umfangið er metið út frá
hlutfallslegri tíðni slíkra orða í textunum í heild og niðurstöðurnar
birtar sem fjöldi dæma um aðkomuorð á hver 1.000 lesmálsorð.
Alls reyndust vera rúmlega 650 dæmi um aðkomuorð í bréfunum
í heild og hlutfall þeirra rúmlega 17 af hverjum 1.000 orðum. Til upp
rifjunar voru bréfin 69 talsins, níu frá hverjum bréfritara til Finns og
ellefu til Jóns Borgfirðings. Yfirlit yfir niðurstöðurnar má sjá í Töflu 5.
Bréfritari
Viðtak
andi
Heildarfjöldi
lesmálsorða
Orð af erlendum uppruna
Fjöldi dæma
(lesmáls orða)
Fjöldi dæma pr.
1.000 lesmálsorð
Klemens
bróðir
(Finnur)
6.824 133 19,5
Guðrún 7.687 110 14,3
Guðný 4.174 87 21,0
Alls til bróður 18.685 330 17,7
Finnur
faðir
(Jón Borg
firðingur)
7.745 165 21,3
Guðrún 5.743 94 16,4
Guðný 3.228 34 10,5
Sigurjóna 2.554 29 11,4
Alls til föður 19.270 322 16,7
Tafla 5. Orð af erlendum uppruna í bréfum fimm systkina til bróður þeirra og föður.
Fjöldi dæma og hlutfall þeirra af heildarfjölda lesmálsorða miðað við hver 1.000 orð.
Dæmi um aðkomuorð eru í heild hlutfallslega heldur fleiri í bréfum
systkinanna til Finns en til föður þeirra. Sá munur er líka greinilegur
í bréfum Guðnýjar, hún notar mikið fleiri aðkomuorð í bréfum til
bróður síns en föður, en Guðrún notar aftur á móti hlutfallslega oftar
slík orð í bréfum til föður síns en til Finns. Niðurstöðurnar geta því
tæplega talist benda til þess að viðtakandi bréfanna skipti miklu máli
varðandi notkun aðkomuorða, a.m.k. ekki í bréfaskiptum náinna
ættingja, og í framhaldinu verður einkum litið til bréfritaranna og
þeir bornir saman innbyrðis, líkt og gert var í kafla 4.1. Sautján af
hverjum þúsund orðum virðist ekki ýkja hátt hlutfall en það er þó
rúmlega fjórum sinnum hærra en í textum úr landsmálablöðum frá
svipuðum tíma, þ.e.a.s. árunum 1875 og 1900, þar sem aðkomuorð
tunga_23.indb 57 16.06.2021 17:06:49