Orð og tunga - 2021, Page 69
58 Orð og tunga
voru 3,7 af hverjum 1.000 lesmálsorðum (Ásta Svavarsdóttir 2017:60–
61). Ef marka má mun á annars vegar talmáli eða óformlegu ritmáli
og hins vegar formlegum útgefnum ritmálstextum í nútímamáli
(Ásta Svavarsdóttir 2004) þarf þessi munur á 19. aldar einkabréfum
og blaðatextum reyndar ekki að koma á óvart.
Tafla 6 sýnir að nokkru leyti það sama og taflan á undan nema þar
er horft fram hjá viðtakanda. Auk dæmafjölda eru sýndar niðurstöður
um orðafjölda, þ.e.a.s. hversu mörg uppflettiorð eða lemmur koma
fyrir í dæmasafninu, og hversu mörg dæmanna eru í raun erlend orð,
þ.e.a.s. orð sem eru rituð í sinni upprunalegu mynd og bréfritarar
fara að öllu leyti með sem útlend og virðast líta á sem slík. Þessi dæmi
eru þarna dregin út úr heildardæmasafninu en eru líka talin með í
fremsta dálkinum. Samtalan í næstaftasta dálki er ekki summan af
orðafjöldanum í bréfum einstakra bréfritara því orðanotkun þeirra
skarast nokkuð vegna þess að tveir eða fleiri nota sömu aðkomuorð í
bréfum sínum.
Bréfritari
Orð af erlendum uppruna
Fjöldi dæma
(lesmálsorð)
Fjöldi dæma pr.
1.000 lesmálsorð
Fjöldi orða
(lemmur)
Erlend orð
(lesmálsorð)
Finnur 165 21,3 121 35
Klemens 133 19,5 94 36
Guðný 121 16,4 77 0
Guðrún 204 15,2 93 2
Sigurjóna 29 11,4 16 0
Alls 652 17,2 335 73
Tafla 6. Orð af erlendum uppruna í bréfum fimm systkina: Fjöldi dæma um aðkomu
orð, hlutfall dæma um slík orð af hverjum 1.000 orðum í bréfunum, fjöldi uppflettiorða
(lemma) og fjöldi dæma um þann hluta orðanna sem telja má erlend (fremur en töku
eða framandorð).
Í Töflu 6 er bréfriturum raðað eftir umfangi aðkomuorða í bréfum þeirra
þannig að sá sem notar slík orð hlutfallslega mest er efstur og sú sem
gerði það minnst neðst. Athyglisvert er að þarna skilur allskýrt á milli
bræðra og systra auk þess sem hálfsystirin Sigurjóna notar síst allra
orð af erlendum uppruna hvort sem litið er á eiginlegan dæmafjölda
eða hlutfall þeirra af textanum. Í bréfum bræðranna samanlagt er
hlutfall dæma um aðkomuorð því sem næst 20 af hverjum þúsund
lesmálsorðum en fjórðungi færri — u.þ.b. 15 — í bréfum systranna.
Þeir nota líka fleiri orð en systurnar og hvert orð þar með sjaldnar:
tunga_23.indb 58 16.06.2021 17:06:49