Orð og tunga - 2021, Page 101
90 Orð og tunga
Því er vart hægt að halda því fram að an sé þarna viðskeyti, einungis
afbrigði af on. Í dæmunum tíbetanska og gregoríanska er líklega um að
ræða innfluttan lið, an, úr ensku, sbr. tibetan og gregorian (sjá umræðu
hjá Veturliða G. Óskarssyni 2007:8889). Þessi dæmi hafa því trauðla
í sér viðskeytaraðir. Vafadæmin megindlegur og eigindlegur hafa
bygginguna ind-legur. Óljóst er hvort einhver tengsl eru milli ind og
indi sem er viðskeyti í rannsókninni og því verður þessi viðskeytaröð
ekki tekin með. Raðirnar ansemi og unsemi eru teknar hér saman því
an og un eru skyld viðskeyti með svipað hlutverk og þau koma fyrir
með sama grunnorði hér með sömu merkingu. Viðskeytið un tengist
venjulega sögn af 4. flokki veikra sagna (aðisagnir) og an getur það
líka þó það geti einnig tengst sögnum af öðrum flokkum. Hér er því
líklegt að grunnorðið sé sögnin elja og að þetta séu því raunverulegar
raðir. Síðasta dæmið er skörungskapur og það er líklega dæmi um við
skeytaröð. Hér vantar vissulega eignarfallsendinguna s á milli ung
og skapur, þ.e. skörungsskapur, en dæmið án eignarfallsendingar
finnst í BÍN og því er röðin tekin upp í rannsóknina. Niðurstaðan af
þessu er þá sú að af átta vafasömum viðskeytaröðum þá geta aðeins
tvær talist raunverulegar, þ.e. ansemi/unsemi og ungskapur.
4.3.3 Staðfestar viðskeytaraðir með nafnorðsviðskeyti í
fyrsta sæti
Í þessum flokki með viðskeytum sem tengjast nafnorðum voru mögu
legar raðir 555 en raunverulegar eða staðfestar viðskeytaraðir eru 19
þegar búið er að vinsa úr vafadæmi. Í dæmum (11)–(18) eru sýndar
staðfestar viðskeytaraðir og þær eru flokkaðar eftir fyrra viðskeytinu:
(11) il
a. ildómur: ræfildómur
b. ilsamur: erilsamur
c. ilsemi: iðilsemi
(12) ing
a. ing(ur)dómur: gyðingdómur
b. ing(ur)legur: gyðinglegur, níðinglegur
c. ing(i)legur: höfðinglegur, heiðinglegur
(13) ni
a. nilegur: forvitnilegur, tæknilegur
tunga_23.indb 90 16.06.2021 17:06:50