Orð og tunga - 2021, Page 102
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 91
b. niskapur: hræsniskapur
(14) ung
a. ungdómur: konungdómur
b. unglegur: konunglegur
c. ungleiki: konungleiki
d. ung(i)legur: náunglegur
e. ungskapur: skörungskapur
(15) and:
andlegur: búandlegur
(16) an (-un)
a. anlegur: stillanlegur, opnanlegur, nægjanlegur
b. anleiki: seljanleiki, veiðanleiki, sveigjanleiki
c. an(un)semi: eljansemi, eljunsemi
(17) dóm: dómlegur: barndómlegur, spádómlegur, guð
dóm legur
(18) sl: slóttur: hýslóttur
Tengingarhlutfallið (eða hlutfall staðfestra raða af heildarfjölda
mögu legra raða) er því 19/555 eða 3,4%. Því er hægt að segja fljótt á
lit ið að form lega séð séu margir ónýttir möguleikar til orðmyndunar
þeg ar í hlut eiga orð með viðskeytapörum þar sem fyrra viðskeytið er
nafn orðs við skeyti og verður nánar vikið að þessu í 5. kafla.
4.4 Viðskeyti sem mynda lýsingarorð og viðskeyti sem
tengjast lýsingarorðum
4.4.1 Niðurstöður leitar
Í þessum undirkafla eru sýndar niðurstöður leitar að viðskeytapörum
þar lýsingarorðsviðskeytið (L1) er parað við viðskeyti sem geta tengst
lýsingarorðum (L2). Í (19) eru þessi viðskeyti talin upp, þ.e. bæði
lýsingarorðsviðskeytin (19a) og viðskeyti sem geta tengst lýsingar
orðum (19b):
(19) a. Lýsingarorðsviðskeyti: látur, legur, neskur, óttur,
rænn, samur, sk, ugur, ull
tunga_23.indb 91 16.06.2021 17:06:50