Orð og tunga - 2021, Page 103
92 Orð og tunga
b. Tengjast lýsingarorðum: heit, indi, ingi, látur,
legur, leiki, leikur, lingur, ni, ó, ska, ungur
Niðurstöður pörunar með lýsingarorðsviðskeytum við viðskeyti sem
tengjast lýsingarorðum eru sýndar í tveimur töflum. Tafla 5 sýnir par
an ir lýsingarorðsviðskeytanna í (19a) við heit, indi, ingi, látur, legur
og leiki, eins og áður eru fundin og raunveruleg dæmi feitletruð í
Töflu 5 en einnig vafadæmi:1819
L1/L2 heit indi ingi látur legur leiki
látur látheit látindi látingi *** látlegur látleiki
legur legheit18 legindi legingi leglátur *** legleiki
neskur neskheit neskindi neskingi nesklátur nesklegur neskleiki
óttur óttheit óttindi óttingi óttlátur óttlegur óttleiki
rænn rænheit rænindi ræningi rænlátur rænlegur rænleiki
samur samheit samindi samingi samlátur samlegur samleiki
sk skheit? skindi skingi sklátur sklegur? skleiki
ugur ugheit ugindi ugingi uglátur? uglegur ugleiki
ull ulheit ulindi ulingi ullátur ullegur19 ulleiki
Tafla 5: Pörun lýsingarorðsviðskeyta við heit, indi, ingi, látur, legur og leiki.
Af 52 mögulegum röðum í töflu 5 fundust fjórtán staðfestar viðskeyta
raðir við leit í ÍOS og BÍN sbr. (20, vafadæmi merkt með spurning
armerki eins og áður):
(20) a. látlegur: góðlátlegur, hugarlátlegur
b. legheit: rólegheit, skemmtilegheit, huggulegheit, frum
legheit, þægilegheit, merkilegheit
c. legleiki: óendanlegleiki, eðlilegleiki, fullkomlegleiki,
hryllilegleiki
d. samlegur: vinsamlegur, skynsamlegur, heilsusamleg
ur, glæpsamlegur, lofsamlegur
e. samleiki: tignarsamleiki, undursamleiki, ununar sam
leiki
f. skheit: lúmskheit?
g. skingi: heimskingi
h. sklegur: bernsklegur?
18 Viðskeytaparið legheit getur svo tengst við lýsingarorð með ugur og myndað
þriggja viðskeyta runu, sbr. sniðuglegheit og mynduglegheit.
19 Hér má nefna að þriggja viðskeyta sambandið hverfullegleiki, kemur fyrir í Bjarma,
II. árg. frá 1908, bls. 123.
tunga_23.indb 92 16.06.2021 17:06:51