Orð og tunga - 2021, Page 108
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 97
(30) a. látlegur: góðlátlega
b. ulleiki: hverfulleiki
c. ugheit: harðsvírugheit
Síðan er hægt að spyrja af hverju þessar valhömlur passa saman í (29)
og (30). Það sést vel ef við skoðum hvert viðskeyti fyrir sig og hverju
þau tengjast. Ef við tökum fyrst fyrir viðskeytin í (29) þá kemur eftir
farandi í ljós:
(31) a. ingur: tengist S og N; myndar N; dómur tengist N og
myndar N
b. andi: tengist S og myndar N; legur tengist N og L og
myndar L
c. un: tengist S og myndar N; semi tengist N og myndar
N
Í (32) eru svo sýnd dæmi um valhömlur hvers viðskeytis um sig sem
koma fram í (30):
(32) a. látur: tengist L og myndar L; legur tengist N og L og
myndar L
b. ul: tengist S og myndar L; leiki tengist L og N og
myndar N
c. ugur: tengist N og myndar L; heit tengist L og myndar
N
5.2.2 Viðskeyti getur ekki tengst viðskeyttu grunnorði
Þessi hamla felst í því að sum viðskeyti geta ekki tengst grunnorðum
sem sjálf eru viðskeytt en þau geta hins vegar sum hver tengst
tvíkvæðum grunnorðum. Í rannsókninni kemur fram að eftirtalin
viðskeyti geti ekki tengst grunnorði þar sem í er nafnorðsviðskeyti,
sbr. (33):
(33) ald, átta, erni, háttur, ingur, ingi, lingur, naður,
neskur, ni, ó, rænn, ugur, ungur
Hér er ekki rými til þess að fjalla um öll viðskeytin í (33) en nefna má
nokkur dæmi. Grunnorð með viðskeytinu neskur eru að stærstum
hluta einsatkvæðis lýsingarorð tengd þjóðerni: rússneskur, svissneskur,
tyrkneskur, eistneskur og baltneskur. Að auki er til viðskeytt orð með
neskur sem ekki tengjast þjóðerni, sbr. jarðneskur. Viðskeytið rænn
tunga_23.indb 97 16.06.2021 17:06:51