Orð og tunga - 2021, Page 114
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 103
d. lingsskapur: vesalingsskapur, öðlingsskapur
e. unarskapur: brúkunarskapur
f. ungsskapur: kotungsskapur, oflátungsskapur
Þegar niðurstöður um klofna viðskeytingu eru teknar saman í yfirliti
um viðskeyti á undan og eftir eignarfallsendingunni þá kemur eftir
farandi skipting í ljós:
nafnorðsviðskeyti eignarfallsending seinna viðskeyti
ari a háttur, legur
ing ar samur, semi
naður ar háttur
un ar háttur, legur, samur, semi, skapur
dómur s háttur
il s háttur
indi s háttur, legur, samur, skapur
ingi s skapur,
ingur s háttur
lingur s háttur, skapur
semi s legur
ungur s háttur, skapur
átta u samur, semi
sl u háttur, legur
sk u leiki
Tafla 9: Yfirlit yfir viðskeyti sem taka þátt í klofinni viðskeytingu eftir eignarfalls
endingum.
Viðskeyti eins og un getur tekið með sér fimm ólík viðskeyti á meðan
indi getur tekið með sér fjögur. Önnur viðskeyti geta tekið með sér
eitt til tvö viðskeyti. Það sem einkennir mörg nafnorðsviðskeytin í
töflunni, þ.e. viðskeytin sem eru í fyrsta sæti, er að þetta eru allt lokuð
viðskeyti (eins og t.d. ari, lingur, naður, semi og sk), þ.e. önnur
viðskeyti geta ekki bæst við þau án þess að eignarfallsending komi
á milli, sbr. einnig 5.2.3. Með því að tengjast eignarfallsendingum
opnast nýjar leiðir til orðmyndunar, þ.e. orðmyndunin getur haldið
áfram (sbr. einnig það sem Aronoff og Furhop 2000:487 segja um
þýsku).
Annað sem er athyglisvert er að seinni viðskeytin í töflunni eru
allt kerfisvædd viðskeyti í íslensku, þ.e viðskeyti sem áður voru
sjálfstæð orð. Þessi skil milli fyrri og seinni viðskeytanna í klofnu
viðskeytingunni er hins vegar ekki alveg skýr því finna má kerfis
tunga_23.indb 103 16.06.2021 17:06:51