Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 115
104 Orð og tunga
vædd viðskeyti eins og semi og dómur og jafnvel átta meðal nafnorðs
viðskeytanna í fyrsta sæti. Það er þó ekkert óeðlilegt við það að sum
kerfisvæddu viðskeytanna geti staðið í fyrsta sæti í viðskeytaröðum.
Ef við gerum ráð fyrir að kerfisvædd viðskeyti hafi í sér meiri skýrleika
en önnur vegna uppruna síns þá styður yfirlitið í töflu 9 við tilgátu
Hay og Plag (2004) um að skýrt afmarkaðri og skiljanlegri viðskeyti
komi utan við þau minna skýrari, sbr. einnig það sem kom fram í
dæmum (4) og (5) í 2.4.20
Í þessum kafla hefur verið fjallað um klofna viðskeytingu sem er
nokkuð virk orðmyndunaraðferð og athyglisverð vegna þess að hún
virðist að einhverju leyti koma í stað viðskeytaraða og það gæti skýrt
að nokkru þá fæð viðskeytaraða sem kemur fram í rannsókninni.
5.4 Ættum við að finna fleiri viðskeytaraðir í íslensku?
Þegar niðurstöðutölur um staðfestar viðskeytaraðir eru skoðaðar
ligg ur í augum uppi að spyrja af hverju við finnum ekki fleiri við
skeyta raðir í íslensku. Spurninguna mætti einnig orða á annan veg,
þ.e. hvort eitthvað bendi til þess að við ættum að búast við fleiri
röðum. Hér kemur margt til greina. Svo virðist sem viðskeytakerfið
í íslensku sé lítið notað til þess að mynda orð með viðskeytaröðum
ef litið er á hlutfallstölur úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Í heild
ina notar viðskeytakerfið aðeins rúm 5% af getu sinni, eða orð mynd
unarkraftinum, til þess að búa til slíkar raðir ef tekið er mið af bæði
nafnorðs og lýsingarorðsviðskeytum í þessari rannsókn (sjá Þorstein
G. Indriðason 2020). Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og hér verður
velt vöngum yfir nokkrum þeirra. Fyrir utan það sem þegar hefur
komið fram í greininni um miklar hömlur á orðmyndun með tveimur
viðskeytum og að ýmislegt bendi til þess að klofna viðskeytingin, sem
er talsvert virk aðferð til orðmyndunar, virðist koma að nokkru í stað
viðskeytaraðanna, má láta sér detta í hug a.m.k. þrennt í íslensku sem
getur leyst af hólmi orðmyndun af þessu tagi; öflugt beygingarkerfi,
virkt kerfi samsetninga og setningarlegar formgerðir.
20 Hér má nefna að Creemers o.fl. (2018) gera því skóna að sum viðskeyti í
hollensku séu svokölluð rótarviðskeyti (e. lexical morphemes) og því eiginlega
seinni hlutar samsettra orða. Líta má á að viðskeytin í íslensku sem koma utan
á eignarfallsendinguna, þ.e. viðskeyti eins og legur og skapur, séu svipaðs eðlis.
Þau skera sig a.m.k. úr í samanburði við önnur viðskeyti að því leyti að þau geta
verið í stöðu sjálfstæðs orð í seinni hlutum eignarfallssamsetninga, ef við berum
venjulegar samsetningar saman við orð með þessum viðskeytum; hernað-ar-máttur
– hernað-ar-legur og aumingj-a-bekkur – aumingj-a-skapur.
tunga_23.indb 104 16.06.2021 17:06:51