Orð og tunga - 2021, Page 128
Ágústa Þorbergsdóttir: Staða íslensku á sviði fjármála 117
háskólanna og hinum íslenska fjármálaheimi. Annars vegar hefur
verið rætt um mikilvægi þess að enska væri tungumál alþjóðavið
skipta og þjálfa þyrfti íslenska stúdenta í að rita og tala það mál svo
að þeir yrðu betur búnir fyrir störf í alþjóðlegu viðskiptalífi (Runólfur
Ágústsson 2006:21, Eiríkur Bergmann Eiríksson 2006:28). Í ársskýrslu
Háskólans í Reykjavík 2007 kom fram að það væri stefna skólans að
verða að fullu tvítyngdur fyrir 2010 og því þyrfti skólinn að tryggja
nemendum sínum færni í alþjóðlegum samskiptum (Háskólinn í
Reykjavík, ársskýrsla 2007:7). Á hinn bóginn er sjónum beint að því að
aukin kennsla á ensku geti m.a. haft þær afleiðingar að notkunarsvið
íslensku skerðist í viðskiptalífi og að erfitt geti reynst að endurvinna
glatað umdæmi. Í málstefnum, sem íslensku háskólarnir hafa birt,
er lögð áhersla á málrækt, íslenskan íðorðaforða og að nemendur
og kennarar geti fjallað um sérgreinar sínar á íslensku. Háskólinn í
Reykjavík hefur ekki sett sér málstefnu þar sem vikið er að tungumál
um í kennslu og rannsóknum en í stefnu skólans kemur fram að
áhersla sé lögð á að þjálfa nemendur í alþjóðlegum samskiptum (sbr.
Ara Pál Kristinsson og Harald Bernharðsson 2014:97–102 og Sigurð
Jónsson, Laurén, Myking og Heribert 2013:40–41).
Enda þótt enska sé mikið notuð í háskólum eru vísindamenn að eins
lítill hluti af háskólafólkinu. Langflestir þurfa að geta notað menntun
sína á heimavelli og því mikilvægt að nemendur þjálfist í að hugsa
og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu. Þeir þurfa einnig
að geta notað móðurmálið í samskiptum við starfsfélaga, kynnt fræði
sín fyrir almenningi og notað móðurmálið við kennslu (Íslenska til alls
2009:47, 57). Í skýrslu mennta og menningarmálaráðuneytis (2010:9)
segir að ljóst sé að háskólar landsins, sem mennta þá sem starfa
munu við fyrirtæki í landinu, beri talsverða ábyrgð á þeirri íslensku
sem notuð er á viðkomandi sviði. Þess vegna sé brýnt að þeir séu
meðvitaðir um þessa ábyrgð, stuðli að því að faglegur orðaforði sé
ávallt til á íslensku og hvetji nemendur til að temja sér vandað málfar.
Þá ætti íslenskri tungu ekki að stafa mikil hætta af ensku.
3 Rannsóknin
Rannsóknin um stöðu íslensku í fjármálaheimi fór fram sumarið
2019 og var framkvæmd á þann hátt að send var spurningakönnun
(vefkönnun) til fjármálafyrirtækja og fjármálastofnana og auk þess
til þýðingastofa sem þýða fjármálatexta. Fyrirtækið Maskína sá um
tunga_23.indb 117 16.06.2021 17:06:51