Orð og tunga - 2021, Page 136
Ágústa Þorbergsdóttir: Staða íslensku á sviði fjármála 125
Mynd 7. Svör við spurningunni hvar helst sé leitað ráða þegar þýðingu vanti á íðorði
í fjármálum.
Í þessari spurningu voru þátttakendur beðnir um að segja hvert
starfs menn leiti helst ráða þegar þýðingu vanti á íðorði í fjármálum
með því að raða a.m.k. þremur atriðum eftir mikilvægi. Fram kemur
að fyrst er leitað til vinnufélaga en alls 54,5% svara svo. Hér geta ytri
aðstæður einnig skipt máli, s.s. hvort um er að ræða opið vinnusvæði
eða ekki, þ.e. mögulega eru meiri líkur á því að leitað sé á vefsíðum
ef vinnusvæðið er ekki opið. Þegar upplýsingar eru skoðaðar eftir
rekstrarformi kemur fram talsverður munur. Alls 66,7% þýðenda
leita helst að upplýsingum á vefsíðum hjá öðrum fyrirtækjum en
einungis 16,7% leita ráða hjá vinnufélögum. Hér þarf að hafa í huga
að þýðendur eru oft einyrkjar og ekki endilega sérfróðir um fagið sem
þeir vinna með. Hjá stofnunum og fyrirtækjum eru niðurstöður með
öðru móti. Stofnanir leita eftir upplýsingum um íðorð í 66,7% tilvika
til vinnufélaga en einungis í 11,1% tilvika á vefsíðum annarra fyrir
tækja. Hvað varðar fyrirtæki þá leita 71,4% starfsmanna til vinnu
félaga en 14,3% leita að upplýsingum hjá öðrum fyrirtækjum. Undir
liðnum „annað“ kom fram að leitað væri upplýsinga í hug taka safni
Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, í íðorðaskrá end ur skoð
enda og til fastráðins starfsmanns fyrirtækis sem er þýðandi.
Áttunda spurningin hljóðar svo: „Þegar ekki finnst íslenskt orð
kemur það oft, stundum, sjaldan eða aldrei fyrir að einhver í fyrirtæki/
stofnun búi sjálfur til íslenskt orð?“
tunga_23.indb 125 16.06.2021 17:06:52