Orð og tunga - 2021, Page 143
132 Orð og tunga
Varðandi tungumálanotkun í tölvupóstum svara 43,5% á þann veg að
íslenska sé oftast notuð í tölvupósti en 34,8 svara að íslenska sé alltaf
eða nánast alltaf notuð. Möguleikinn „íslenska og enska jafnt“ merkir
að bæði íslenska og enska séu notuð í tölvupóstsamskiptum og 21,7%
velja þennan svarmöguleika. Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir
rekstrarformi kemur í ljós að hjá stofnunum velja 66,7% möguleikann
„alltaf eða nánast alltaf íslenska“ og 33,3% velja „oftast íslenska“. Hjá
fyrirtækjum velja 25% möguleikann „alltaf eða nánast alltaf íslenska“,
37,5% velja „oftast íslenska“ og 37,5% velja „íslenska og enska jafnt“.
Hjá þýðendum velja 66,7% möguleikann „oftast íslenska“ og 33,3%
velja „íslenska og enska jafnt“.
Sextánda spurningin hljóðar svo: „Hvaða tungumál er notað í
skjöl um og skrám í fyrirtækinu/stofnuninni?“
Mynd 16. Svör við spurningunni hvaða tungumál sé notað í skjölum og skrám.
Alls 40,9% þátttakenda svöruðu á þann veg að íslenska væri alltaf
eða nánast alltaf notuð í skjölum og skrám og til viðbótar svöruðu
27,3% að íslenska væri oftast notuð. Sami fjöldi, þ.e. 27,3%, svara að
íslenska og enska séu notuð jafnt. Tekið var fram í athugasemd að
mörg umsóknareyðublöð séu til bæði á ensku og íslensku.
4.6 Athugasemdir frá þátttakendum könnunarinnar
Í lokin gafst þátttakendum könnunarinnar tækifæri til þess að koma
með athugasemdir. Þar kom fram sú skoðun að mjög mikilvægt væri
að þeir sem mynda íðorð í fjármálum hafi sjálfir þekkingu á fjármálum
eða reynslu af fjármálamörkuðum. Hér er þá væntanlega verið að
vísa til þess að ekki sé æskilegt að þýðendur taki af skarið og myndi
tunga_23.indb 132 16.06.2021 17:06:52