Orð og tunga - 2021, Page 150
Svavar Sigmundsson: Gælunöfn í ættartölusafnriti 139
Fríða: Hún var kölluð BiskupsFríða en hét Hallfríður og var barns
móðir Odds Einarssonar biskups (ÆÞJ II:108–109).
Gudda: Gudda Þórðardóttir ber ekki annað nafn í ritinu (ÆÞJ II:68).
Gunna: Sex Gunnur eru nefndar í ritinu og hafa einhverjar þeirra
heit ið Guðrún, a.m.k. fornkonan Guðrún Ósvífursdóttir sem nefnd er
Gunna Ósveifsdóttir í ritinu! (ÆÞJ II:98).
Gyða: Ein Gyða er nefnd í ritinu en hún er einnig nefnd Gyríður. (ÆÞJ
II:100). Það er álitamál hvort Gyða er gælunafn eða leitt af orðinu goð/
guð. Jón Ólafsson úr Grunnavík nefnir það sem gælunafn af Gyríði
(Guðrún Kvaran 1991:49).
Inga: Fjórtán Ingur eru nefndar í ritinu. Ein þeirra bar nafnið Ing
veldur Árnadóttir á Narfeyri. (ÆÞJ II:127.)
Jóka: Tvær Jókur eru nefndar í ritinu, HöfðabrekkuJóka, sem hét Jór
unn Guðmundsdóttir fullu nafni (ÆÞJ II:158), og VænaJóka Þórarins
dóttir sem ekki er nefnd öðru nafni (ÆÞJ II:253).
Lauga: Þrjár Laugur eru nefndar í ritinu og báru ekki annað nafn
(ÆÞJ II:170).
Manga: Þrjár Möngur eru nefndar í ritinu og báru ekki annað nafn
(ÆÞJ II:177).
Odda: Tvær Oddur eru nefndar í ritinu og báru ekki annað nafn.
(ÆÞJ II:186).
Ranka: Tólf Rönkur eru í ritinu og eru önnur nöfn þeirra nefnd Ragn
heiður, Ragnhildur og Rannveig (ÆÞJ II:206–207).
Setta: Aðeins ein Setta er nefnd í ritinu og er föðurnafn ekki nefnt.
Maður er nefndur Settuson, Þorsteinn Jónsson Settuson, en kona hans
hét Sesselja (ÆÞJ II:212 og 271). Gunna Settusystir er einnig nefnd
(ÆÞJ II:98). Fjölmargar Sesseljur eru nefndar í ritinu.
Sigga: Aðeins ein Sigga er nefnd í ritinu, Sæmundsdóttir og ekki
nefnd öðru nafni (ÆÞJ II:213).
Steinka: Tvær Steinkur eru nefndar á nafn í ritinu, önnur Ívarsdóttir
en við hina er kenndur maður, SteinkuVarði. Hvorug er nefnd öðru
nafni. (ÆÞJ II:234.)
tunga_23.indb 139 16.06.2021 17:06:52