Orð og tunga - 2021, Page 165

Orð og tunga - 2021, Page 165
154 Orð og tunga Réttritunarorðabókar handa grunnskólum (1989) sem málnefndin gaf út ásamt Námsgagnastofnun. Við sameiningu stofnana á sviði íslenskra fræða, þar á meðal Ís­ lenskrar málstöðvar, í Stofnun Árna Magnússonar í ís lenskum fræð­ um árið 2006 afhenti Íslensk málnefnd stofnuninni Staf setn ing ar- orðabókina. Árnastofnun varð þá um leið skrifstofa mál nefndarinnar. Vinna við endurskoðun 1. útgáfu hófst 2011 og hefur staðið yfir síðan með hléum. Önnur útgáfa hennar var eingöngu gefin út á vef árið 2016 í ritstjórn Jóhannesar B. Sigtryggssonar (um nýjungar í þessari útgáfu sjá 3. kafla hér fyrir aftan).2 2.2 Opinber réttritunarorðabók Hvað merkir að Íslensk stafsetningarorðabók sé opinber rétt ritunar­ orðabók? Í upprunalegum lögum um Íslenska málnefnd frá 1990 (nr. 2/1990) stendur í 2. grein, 5. lið: „Íslensk málnefnd gef ur út rit til fræðslu og leiðbeiningar um íslenskt mál, þ. á m. stafsetningarorðabók og önnur hagnýt orðasöfn.“ Þarna er því kveðið á um að málnefndin eigi meðal annars að gefa út staf setn ing ar orðabók. Í samræmi við þetta stendur aftan á kápu Staf setn ing ar orðabókarinnar (2006): „Staf setn­ ingarorðabókin er hin opin bera réttritunarorðabók, samin í umboði Íslenskrar mál nefndar skv. lögum nr. 2/1990.“ Þetta er enn í gildi og rímar einnig við hlutverk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (sjá 3. gr. c í lögum nr. 40/2006 um stöðu íslenskrar tungu og ís lensks táknmáls) þar sem segir að hún eigi meðal annars að: „stuðla að aukinni þekkingu á íslenskri tungu, eflingu hennar og varðveislu í ræðu og riti og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli, þar á meðal um íðorð og nýyrði“. 2.3 Endurskoðun ritreglna og Íslensk stafsetningarorðabók Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (nr. 61/2011) er eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar að semja ritreglur. Í 6. gr. laganna stendur: „Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og ráðherra gefur út. Grundvallarbreytingar á ritreglum eru háðar samþykki ráðherra.“ 2 Nánar um vinnuna við 2. útgáfu má lesa hér: https://stafsetning.arnastofnun.is/ um/2­utg­2016/. tunga_23.indb 154 16.06.2021 17:06:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.