Orð og tunga - 2021, Page 166
Jóhannes B. Sigtryggsson: Íslensk stafsetningarorðabók 155
Vinnuhópur Íslenskrar málnefndar um ritreglur vann með hléum
við endurskoðun þeirra frá 2010 til 2015 og skilaði þá skýrslu til mál
nefndarinnar sem varð grunnur að nýjum stafsetningarreglum sem
mennta og menningarmálaráðherra auglýsti 2016 (nr. 695/2016).
Nýj ar greinar merkjareglur voru síðan auglýstar 2018 (nr. 800/2018).3
Endurskoðun ritreglnanna var ætíð hugsuð í samhengi við vinnu
við nýja útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar og var hún að vissu leyti
hvati hennar. Núverandi hlutverk Íslenskrar stafsetningarorðabókar er
því að vera helsta birtingarmynd gildandi ritreglna frá 2016 og 2018 og
að sýna hvernig túlka á reglurnar við ritun miklu fleiri orða en hægt
er að tilgreina í reglunum sjálfum. Orðabókin sinnir því mikilvægu
hlutverki í að breiða út þessar opinberu ritreglur.
2.4 Fyrri birting og eigin vefsíða
Undirbúningur undir endurskoðun Stafsetningarorðabókarinnar fólst
meðal annars í að láta hanna nýjan gagnagrunn fyrir hana. Stein
þór Steingrímsson, verkefnisstjóri í upplýsingatækni á Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, hannaði hann í samstarfi við
ritstjóra árin 2013–2014. Gagnagrunnurinn gerði mögulega birtingu
orðabókarinnar á vefgátt Árnastofnunar, málið.is, og þar hefur hún
verið aðgengileg frá 2016 og er enn þótt hún sé nú einnig komin á nýja
vefsíðu. Fyrsta útgáfa orðabókarinnar (2006) hefur einnig lengi verið
aðgengileg á snara.is.
Þótt Íslensk stafsetningarorðabók hafi um skeið verið aðgengileg
á málið.is var þó einnig áhugi á því að birta hana á eigin vefsíðu.
Vinna við gerð slíkrar síðu hófst um mitt ár 2020. Trausti Dagsson,
verkefnisstjóri í upplýsingatækni á Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, skipulagði notendaviðmót og hannaði vefsíðuna
ásamt ritstjóra og bjó hana til. Hún er byggð á fyrrnefndum gagna
grunni Steinþórs Steingrímssonar.
Í tilefni af opnun þessarar nýju síðu var orðabókinni gefið nýtt
heiti (Íslensk stafsetningarorðabók) sem þó vísar til þess fyrra.
3 Nýjungar í 2. útgáfu (2016)
Megintakmarkið með 2. útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar (2016) var
3 Um nýjungar í ritreglunum sjá til að mynda Jóhannes B. Sigtryggsson (2016, 2018,
2019a, 2019b).
tunga_23.indb 155 16.06.2021 17:06:53