Orð og tunga - 2021, Page 176
Halldóra og Þórdís: Stafræn gerð Blöndalsorðabókar 165
Sem dæmi má nefna að hægt er að afmarka orð eða orðasambönd sem
merkt eru ákveðnum landshluta eða ákveðnu málsniði. Stafræn gerð
orðabókarinnar getur því komið að góðum notum við málrannsóknir,
m.a. í málsögu, félagsmálfræði og við rannsóknir á orðaforðanum.
Dönsku orðskýringarnar eru nú einnig orðnar kerfislega aðgengilegar
fyrir þá notendur sem vilja rannsaka eða hagnýta sér þessa aldar
gömlu tvímálaorðabók í rafrænni gerð.
6 Starfsmenn verkefnisins og sjóðsstjórn
Verkefnisstjórn skipa Halldóra Jónsdóttir, Steinþór Steingrímsson og
Þórdís Úlfarsdóttir og hafa þau haft umsjón með stafrænu útgáfunni.
Stúdentar við HÍ unnu við leiðréttingu orðabókartextans en þeir
eru (í tímaröð) Kristján F. Sigurðsson, Oddur Snorrason, Árni Davíð
Magnússon, Salome Lilja Sigurðardóttir, Bolli Magnússon, Ása Berg
ný Tómasdóttir og Finnur Á. Ingimundarson. Trausti Dagsson bjó
til heimasíðu fyrir verkefnið. Formaður sjóðsstjórnar er Guðrún
Kvaran og aðrir í stjórn eru þau Hrefna Arnalds, Jón G. Friðjónsson
og Vésteinn Ólason.
Stafræna orðabókin er nú öllum aðgengileg á vefnum blondal.
arnastofnun.is.
Heimildir
Björg Þ. Blöndal. 1928. Ísland skapar fordæmi. Prentsmiðjan Gutenberg,
Reykja vík.
Guðrún Kvaran. 2002. Andans kona og orðabókarpúl. Andvari 127:178–197.
Jón Helgason. 1944. Sigfús Blöndal sjötugur. Frón 2:129–132.
Jón Hilmar Jónsson. 1997. Til bragðbætis: Um dæmi og dæmanotkun í
orðabók Blöndals. Orð og tunga 3:35–44.
Orð og tunga 3. 1997. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Prentsmiðjan Gutenberg,
Reykjavík.
Stefán Karlsson 1997. Þættir úr sögu Blöndalsbókar. Orð og tunga 3:1–8.
Svavar Sigmundsson. 1997. Orðabók Blöndals: Viðtökur og áhrif. Orð og
tunga 3:89–94.
tunga_23.indb 165 16.06.2021 17:06:53