Orð og tunga - 2021, Page 178
Orð og tunga 23 (2021), 167–168, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.23.10
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
Emily Lethbridge
Nafnið.is
Nýr vefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nafn ið.
is (https://nafnið.is eða https://nafnid.is), var opnaður í desember 2020.
Vefurinn veitir ókeypis aðgang að skjölum úr örnefnasafni stofn un
arinnar (áður Örnefnastofnunar Íslands), sér í lagi örnefnalýsingum
sem eru til fyrir flestar jarðir á Íslandi svo og annars konar svæði,
t.a.m. afrétti, almenninga og fiskimið. Skjölin eru u.þ.b. 15.000 talsins
og áætl að er að þau geymi rúmlega hálfa milljón örnefna. Örnefna
safn ið er sameiginlegur fjársjóður þjóðarinnar en hann hefur einnig
mikið gildi í alþjóðlegu samhengi. Örnefnalýsingar innihalda ekki
bara örnefni heldur einnig upplýsingar um málvenjur svo og lýsingar
á staðháttum og landnýtingu (sem oft fylgja sagnir og fróðleikur
af ýmsu tagi). Mikil vinna fólst m.a. í því að skrá skjölin í safninu
í gagnagrunn sem vefurinn keyrir á, ljóslesa örnefni úr skjölunum,
tengja örnefni sem koma fyrir í skjölum við hnit í gagnagrunni Land
mælinga Íslands (LMÍ) og þróa notendaviðmótið.
Farsælt samstarf var við LMÍ og var verkefnið styrkt af Innviða
sjóði Rannís og Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur. Nemendur við
Há skóla Íslands, Bryndís Súsanna Þórhallsdóttir, Hákon Darri Egils
son, Magnús Jochum Pálsson, Oddur Pálsson, Victoria Bakshina og
Wen Ge, unnu að skráningu skjalanna. Trausti Dagsson, verk efnis
stjóri í upplýsingatækni við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, leiddi þróun grunnsins og notendaviðmótsins fyrir hönd
stofnunarinnar ásamt Pétri Húna Björnssyni en hann var ráðinn sem
for ritari. Starfsmenn nafnfræðisviðs stofnunarinnar, Aðalsteinn Há
konar son og Emily Lethbridge, höfðu umsjón með verkefninu og
héldu utan um gagnavinnuna. Vonast er til að þróun vefsins nafnið.
is verði til að skapa ný tækifæri við notkun gagnanna í opnu aðgengi
en einnig að fræðimönnum á ólíkum vísindasviðum verði gert kleift
tunga_23.indb 167 16.06.2021 17:06:54