Orð og tunga - 2021, Page 181
170 Orð og tunga
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Anna Lísa Pétursdóttir og Íris Dögg
Rúnarsdóttir. Tíðni orða í tali barna. Reykjavík: Háskólaútgáfan. (533
bls.) 2019. ISBN 9789935232274.
Í bókinni er að finna orðtíðnilista sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir,
Anna Lísa Pétursdóttir og Íris dögg Rúnarsdóttir unnu upp úr rann
sóknum á tali íslenskra barna. Hljóðrituð voru samtöl og málsýni
sem svo voru afrituð og komið fyrir í gagnabanka. Heildarfjöldi les
málsorða er 100.107 sem skiptast í 3.879 flettur. Gögnunum var safn að
á árunum 2009 til 2014 og börnin voru á aldrinum tveggja til átta ára.
Í fyrsta kafla bókarinnar birtast flettiorðin í stafrófsröð ásamt öllum
orðmyndum sem koma fyrir í gagnagrunninum. Í öðrum og þriðja
kafla er svo flettiorðum raðað í stafrófs og tíðniröð, og í fjórða og
fimmta kafla er þeim raðað í stafrófs og tíðniröð innan orðflokka.
Orðalistunum er ætlað að nýtast t.d. kennurum og kennaranemum
til að fá innsýn í málþroska og orðaforða ungra barna. Meðal annars
geta orðalistarnir nýst við kennslu barna sem þurfa á stuðningi að
halda, t.d. barna með málþroskaröskun og barna sem eru að læra
íslensku sem annað mál. Bókin var bæði gefin út í prentaðri útgáfu
og í rafrænu formi.
Málfræði
Syntactic Features and the Limits of Syntactic Change. Ritröð: Oxford
Studies in Diachronic & Historical Linguistics. Ritstjórar: Jóhannes
Gísli Jónsson og Thórhallur Eythórsson. Oxford: Oxford Univer
sity Press. 2021. (409 bls.) ISBN 9780198832584. DOI 10.1093/
oso/9780198832584.001.0001.
Bókin fjallar um setningafræðilegar breytingar í tungumálum heims
og rannsóknir á formlegum hömlum sem þeim kunna að vera settar
ef tekið er mið af kenningakerfi málkunnáttufræðinnar (e. generative
grammar). Bókin skiptist í fjórtán kafla auk inngangs eftir ritstjórana
Jóhannes Gísla Jónsson og Þórhall Eyþórsson. Á meðal kaflahöfunda
eru Anton Karl Ingason og Iris Edda Nowenstein en þau fjalla um
þágufallshneigð (þágufallssýki) í íslensku. Aðrir höfundar eru sér
fræð ingar í sögulegum málvísindum og setningafræði og starfa í
Banda ríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Grikklandi, Ítalíu, Kanada, Pól
landi, SuðurKóreu, Ungverjalandi og Þýskalandi. Kaflarnir eru
byggð ir á erindum sem voru haldin á ráðstefnu um sögulega setn
inga fræði (DiGS15) í Háskóla Íslands vorið 2015.
tunga_23.indb 170 16.06.2021 17:06:54