Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 34
II. Skýrsla Tilraimastöðvarinnar á Reykhólum
árin 1955 og 1956.
SIGURÐUR ELÍASSON
1. Veðurfar.
a. Árið 1955.
Janúar til apríl. Fyrstu þrír mánuðir ársins voru kaldir og janúar og
febrúar ennfremur þurrir. Aprílmánuður varð hins vegar óvenju hlýr
(4.4° C), og var því svo komið í apríllok, að jörð var nær því alls staðar
klakalaus. I mýrum var þó lítils háttar klaki.
Maí til september. Vegna hlýindanna í apríl byrjaði að örla á gróðri
um miðjan þann mánuð. Aðfaranótt 8. maí var frost, og hélzt það nær
til á hverri nóttu þangað til 20. maí. Var þá allur gróður hálf-sölnaður.
Tók þá að hlýna, og í maílok voru tún loks orðin algræn. í júní var hag-
stæð tíð, hiti yfir meðallag og úrkoma í meðallagi. í úthaga náði gróður
þó ekki upp úr loðinni sinu fyrr en um mánaðamót júní og júlí, og tún
voru ekki sprottin fyrr en um viku af júlí, enda varð uppskera yfirleitt
heldur rýr.
Að kvöldi hins 3. júlí byrjaði að rigna, og rigndi síðan látlaust í nær
því 2y2 mánuð. Úrkomulaust var þó dagana 11. og 12. júlí, 1. og 2. ágúst,
6. ágúst, 16., 17. og 27. ágúst. Var miklum örðugleikum bundið að annast
uppskeru grasræktartilrauna, en það tókst þó vonum framar, enda var
hver stund gripin, þegar uppstytta var. Búið var að slá nokkrar tilraunir
fyrir 3. júlí.
Enn hélt áfram að rigna í september, og þurrkur gafst ekki fyrr en
dagana 14,—19. sept., en úr því hélzt úrkoman mánuðinn út. Júlí, ágúst
og september voru í meðallagi hlýir, en úrkoman liðlega helmingi meiri
en í meðallagi.
Október til desember. Október var í meðallagi hlýr en þurr, nóvem-
ber hlýrri en í meðallagi og fremur úrkomusamur, en desember kaldur
og þurr. Snjór féll um mánaðamótin október—nóvember, en tók strax
upp aftur. Síðan snjóaði ekki teljandi fyrr en í nóvemberlok. Úr því tók
ekki upp snjó til áramóta.