Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 54

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 54
52 3. Starfsskýrsla. a. Framkvœmdir. Fyrri part árs 1955 var hafizt handa um nauðsynlega breytingu á íbúð- arhúsinu. Var sett skilrúm í borðstofuna og þannig afmarkaðar tvær íbúðir í húsinu. Síðan var innréttað eldhús og svefnherbergi í vesturend- anum og sett upp rafmagnseldavél og ísskápur í eldhúsinu. íbúðarhúsið var allt málað í sama mund, en áður var það aðeins vatns- málað. Nú var húsið mjög vandlega undirbúið undir málningu og vinna og efni allt hið vandaðasta. Um leið og málað var, var skipt um þær gluggakistur, sem undizt höfðu, og skipt um dúka á tveimur gólfum, er losnað höfðu vegna raka. Allar þessar breytingar og endurbætur kostuðu um 50 þúsund krónur. Tilgangurinn með því að hólfa húsið sundur var sá, að losa tilrauna- stöðina við heimilishaldið, sem varð dýrt vegna stúlkuhaldsins. Nú rekur tilraunastöðin ekki heimili, því að hjónin, sem búa í vesturhelmingi hússins, selja fæði þeim mönnum, sem eru umfram fasta menn. Sumarið 1955 var hafin bygging á fjárhúsum með tilheyrandi hlöðu og súgþurrkunarklefa. Grunnflötur hlöðunnar er 25 x 8 m utanmál, og er hún með tvöföldu súgþurrkunarkerfi, sem steypt er niður í grunninn. Er hægt að þurrka í öðrum helming hlöðunnar í senn. Hlaðan rúmar um 1000 m3 heys. Fjárhúsin, sem eru 20 x 14 m að utanmáli, rúma um 300 fjár. Er 2 m fóðurgangur þvert út frá hlöðu, og standa því fjárhúsin sam- hliða hlöðunni, þrjú hvorum megin. Eins meters steyptur kjallari er undir öllum húsunum, sem eru með grindum. Steyptar vatnsrennur með niðurfalli eru í milligerðum, nema í hliðarkróm. Gluggar eru á þaki úr báruplasti, loftop með sigtineti fyrir á hliðum hússins og kjölur opinn. Hliðar fjárhússins eru steyptar, en framgafl úr timbri og asbesti. Hlaðan er steypt upp U/> m yfir gólf, síðan er asbest (i/ tomma) á sterkri grind, 2l4 m á hæð. Þök eru úr einföldu bárujárni bæði á fjárhúsum og hlöðu. Súgþurrkunarklefinn er steyptur með járnþaki og er hann 4.2 x 4.2 m að utanmáli. Allt timbur, sem verður fyrir raka, er karbólborið, og þar sem asbest liggur að timbri eru auk þess felldir tjörupapparenningar á milli stafs og asbests. Eingöngu var notaður galvaníseraður saumur í bygging- una. Kostnaður við þessar byggingar varð á fyrsta ári, að frádregnum birgðum, um 280 þús. kr., og varð þó ekki lokið. Árið 1956 var svo lokið við að innrétta fjárhúsin. Keyptur var hitari (13 þús.), til þess að hita loftið í blásturinn, og asbeströr í leiðslu frá bor- holu að súgþurrkunarklefa. Er meiningin að dæla heita vatninu í gegn- um hitarann og þurrka þannig með upphituðu lofti. Gamla rafstöðin var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.