Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 55

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 55
53 sett niður sem aflmótor fyrir blásarann, og er ætlunin að nota hana jafn- framt sem vararafstöð. Var því fengin ný rafstöð fyrir heimilin. Fullgerð munu húsin standa í 310 þús. kr., eða um 1030 kr. á kind, og er þá reikn- að með öllum kostnaði, einnig hitaveitu í sambandi við súgþurrkun, raf- magni, jöfnun umhverfis húsin o. fl. Alls er rúmtak húsanna um 2490 m3, og verður byggingarkostnaður því um 125 kr. á hvern m3. Það skal tekið fram, að um 15% heildarkostnaðar við framkvæmdina er flutningskostn- aður á efni. Alíir, sem komið hafa í fjárhúsin, eru sammála um, að það séu þau skemmtilegustu fjárhús, sem þeir liafi komið í. Yfirsmiður við byggingarnar var Stefán Guðlaugsson frá Reykhólum. Teikningu gerði Teiknistofa landbúnaðarins í samráði við tilraunastjóra. A árinu 1956 var lítið um framkvæmdir umfram það, sem að framan greinir, en nokkuð um lagfæringar og kaup á munum. Eins og áður segir, var keypt ný rafstöð, og kostaði hún um 30 þús. kr. niðursett. Keyptur var þurrheysblásari (norskur), og kostaði hann hingað kominn nær 8 þús. kr. Af sauðfé var keypt: 25 ær frá Jóni Kr. Ólafssyni, Grund, sem brá búi og fluttist til Reykjavíkur. Voru þetta úrvalsær af mjög góðum stofni. Auk þess voru keypt fimm úrvals gimbrarlömb og ennfremur tveir hyrndir lambhrútar til æxlunar með hyrndu ánum frá Grund. Voru hrútamir fengnir frá Látrum í Rauðasandshreppi. Þessi kaup námu alls nær því 14 þús. kr. Þá voru á árinu keyptir þrír vetrungar fyrir kr. 3000.00. í framræslu (þ. e. holræsi), girðingar og ræktun var á árinu lagt um 12 þús. kr., og er þar innifalinn undirbúningur á landspildu til tilrauna- starfsins. Með grasfræi var lokað 1 ha. Skipt var um gólfdúk í eldhúsi íbúðarhússins og settar plötur á eld- húsborð. Einnig settar nýjar skápahurðir í svefnherbergi o. fl. smávegis. Kostaði þetta alls um 5 þús. kr. Er nú íbúðarhúsið mjög vel frá gengið, nema hvað eftir er að múrhúða kjallara. b. Búreksturinn. Eins og um getur í síðustu skýrslu, var kúnum fargað haustið 1954. Og húsleysi sneið sauðfjárræktinni mjög þröngan stakk, þangað til nú í vetur, að fjárhúsin eru fullgerð. Vanhöld urðu mikil á árinu 1955. Fjórar ær drápust yfir sumarið (urðu afvelta) og 34 fóru í sjóinn úr Húsey snemma í nóvember. Er það mjög fátítt, að missa fé úr eyjum á þeim tíma. Fimm lömb drápust úr bráðadauða í eyjum (öll bólusett) og tvær ær og þrjú lömb drápust úr Hvanneyrarveiki rétt um áramótin. Var því fjáreignin um áramótin 1955 —1956: 101 ær, 57 gemlingar, 5 lambhrútar og 4 hrútar fullorðnir. h L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.