Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 58
56
þurrt um miðjan október. Tíðin í nóvember svipaði mjög til fyrri mán.,
en meiri frost voru. Veður voru oftar og sterkviðri stundum. Það olli þó
ekki tjóni. Haustið má teljast fremur hagstætt, þó það væri kaldara en
venjulega. Kúm var beitt víða fram að 25. nóvember, einkum þar sem
þurfti að spara hey sérstaklega. Desember-mánuður var kaldari en í meðal-
lagi, og snjóasamt var, svo að samgöngur torvelduðust, einkum á Hellis-
heiði. Aðfenni og skaflamyndun var mikil með talsverðu frosti og veðrum
á norðan og norðaustan. Tíðarfarið var óhagstætt fyrir fénaðarhald og
útiverk. Síðasti dagur ársins var frostmildur með austan stinningsveðri.
Árið 1955 má teljast með fádæmum óhagstætt öllum búnaði. Tíðin
frá nýjári og fram í apríl var í meðallagi, en vorið kalt og óhagstætt fén-
aðarhöldum. Sumarið var kalt og úrkomusamt, svo að óvenjuslæm nýt-
ing varð á heyjum. Haustið var tæplega í meðallagi hlýtt, en þó eftir hætti
allgóð veðrátta. Síðasti mánuður ársins var harður og snjóasamur. Árið
allt verður að teljast með óhagstæðustu árum, er menn vita um.
b. Árið 1956.
Veturinn frá nýjári var snjóasamari í byrjun, en snjólítið og snjólaust
þegar á leið vetur. Snjóalög voru í janúar, er héldust óslitið fram undir
mánaðamót, en þá gerði þeyvindi og hlýnaði, svo að mestan hluta snjóar
leysti, og varð allgóð beit fyrir útipening. Marz-mánuður var snjóléttur
og oftast auð jörð með vægu frosti. Veturinn einkennist af mikilli úrkomu,
litlum snjóalögum í febrúar og marz og að mörgu hagstæðri tíð fyrir beit-
arfénað.
Vorið (apríl—maí). Apríl var sérstaklega hagstæður útiverkum og beit-
arfénaði. Jörð byrjaði að grænka fyrri hluta mánaðarins. Kornsáning hófst
23. apríl, og var þá jörð að mestu klakalaus. Maí-mánuður var fremur
kaldur og undir meðallagi, enda úrkomusamur í mesta lagi. Vegna risj-
óttrar veðráttu í maí fór öllum gróðri afar hægt fram. Kýr voru ekki látn-
ar út til beitar fyrr en undir mánaðamót, og þá fyrst var byrjað að setja
niður í garða. Þrátt fyrir hrakviðri og svala veðráttu varð sauðburður
með litlum vanhöldum. Vorið má teljast í meðallagi sem heild, en það
varð apríl, sem bætti tíðarfarið upp með hagstæðara veðri en því, sem
varð í maí-mánuði.
Sumarið (júní—september). Júnímánuður var kaldur, einkum fyrri
hlutinn, og undir meðallagi sem heild. Fremur var sólríkt, þó að úrkoman
væri talsvert yfir meðallag. Öllum gróðri fór afar hægt fram vegna svalrar
veðráttu, svo að eigi voru tún vaxin í meðallagi í mánaðarlokin. Þann
8. og 9. júní gerði ofsaveður af suðvestri, er skemmdi mjög trjágróður af