Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Qupperneq 62
60
Meðaltalið hefur lækkað vegna verra árferðis undanfarin tvö sumur.
Hefur a-liður verið án P í 19 suður, en b-liður og d-liður í átta ár, en
c-liður hefur öll árin fengið 60 kg P2O5 á ha, enda er auðsær munurinn,
þegar litið er til uppskerumagnsins, en þó verður munurinn engu minni,
þegar litið er á fosfórmagnið í heyinu. Fosfórmagnið er meðaltal rann-
sókna úr 1. og 2. slætti árin 1955 og 1956.
P % í þurrefni heys hefur lækkað töluvert síðan árið 1953 í a-, b- og
b-liðum, en hækkað örlítið í c-lið. Verður því niðurstaðan sú, að margra
ára sveltirækt vegna P-vöntunar gefur verra og minna heymagn af ha,
en þar sem öll þrjú næringarefnin eru borin á. Kemur þetta og einnig
fram í gróðurmagninu. Heldur c-liður sínum sáðgróðri að mestu, vallar-
foxgrasi, sem er ráðandi, sveifgrösum, túnvingli og hvítsmára, en a-, b-
og d-liðir hafa mest ráðandi língrös, elftingar og vottur af túnvingli.
Tilraun með vaxandi skammta af fosfóráburði á mýrartún, nr. 9 1950.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- % þurretni
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll P
a. 70 N, 90 K, 0 P................. 70.6 47.4 68.4 100 0.20
b. 70 N, 90 K, 30 P................. 89.8 60.1 78.5 115 0.28
c. 70 N, 90 K, 50 P................. 78.8 64.8 76.7 112 0.32
d. 70 N, 90 K, 70 P................. 79.0 60.7 77.9 114 0.34
e. 70 N, 90 K, 90 P................. 85.5 59.3 80.8 118 0.33
Tilraunin sýnir svipaðan árangur og fyrri ár, að heymagnið verður
minna, þar sem vöntun er á P, en helzt nokkuð jafnt, þar sem P er borið
á, jafnvel þótt ekki sé nema 30 kg á ha. Tilraunin er gerð á mýri, sem
ræst var fyrir 21 ári og er umsett (moldkennd) og framræsla sæmileg. Fos-
fórmagnið er meðaltal rannsókna á 1. og 2. sætti árin 1955 og 1956.
Tilraun með vaxandi skammta af kali á mýrarjörð, nr. 8 1950.
Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni %
Áburður kg/ha: 1955 1956 7 ára föll Ca K
a. 70 N, 70 P, 0 K............. 72.9 52.8 67.2 100 0.46 1.02
b. 70 N, 70 P, 40 K............. 79.5 56.6 67.7 101 0.45 1.40
c. 70 N, 70 P, 80 K............. 71.7 59.4 70.0 104 0.45 2.38
d. 70 N, 70 P, 120 K............. 82.9 55.2 72.4 108 0.37 2.63
Þó að uppskeruaukinn fyrir kalí sé lítill hvað heymagn snertir, þá er
þó sá ávinningur, að hvítsmári hefur farið vaxandi í öllum kalíreitum, og
er því taðan betri af a-reitum.