Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 65
63
Grunnáburður var 90 kg P og 100 kg K. — Hér hefur skipting N á tvo
áburðartíma, samanber b- og d-Iiði, ekki gefið ávinning, og er ekki önnur
skýring á því en sú, að fyrri sláttur var sleginn of seint, og svo þurrkarnir
allan vaxtartíma háarinnar, en sláttutímar voru 14. júlí og 30. ágúst.
Ef um 150 kg N á ha er að ræða, þá virðist dreifing að vorinu til og
á milli slátta vera hagkvæmust.
Tilraun með búfjáráburð með og án steinefna og köfnunarefni í stað
mykju annað hvort ár, nr. 8 1951.
Hey hkg/ha Meðalt. Hlut- Þurrefni %
Áburður kg/ha: 1955 1956 6 ára föll Ehv. P Ca
a. 20 tn haugur, 30 K, 30 P, 41 N . 56.2 68.5 61.3 100 14.0 0.37 0.42
b. 20 tn haugur, 41N 51.7 66.4 60.6 99 14.1 0.32 0.40
c. 20 tn haugur, 41 N ’55, 70 N ’56 40.1 63.7 58.0 95 13.7 0.33 0.48
Tilraunin er gerð á sömu reitum og fyrri ár. Eftir sex ár virðist mun-
urinn ekki mikill hvað heymagn snertir, en þó dregur heldur til lækkun-
ar á uppskerunni í b-lið. Þar sem engin steinefni eru borin á með búfjár-
áburðinum og mest dregur úr uppskerunni þar sem haugur er notaður
aðeins annað hvort ár (c-liður) en bætt upp með auknu magni af N hitt
árið. Virðist allt benda til þess, að haugmagn það, sem borið er á í þess-
ari tilraun, sé ekki nægur steinefnagjafi með N-skammti þeim, sem hér
er notaður.
Efnagreining sýnir um 14% eggjahvítu í þurrefni fyrir alla liði. Því
hnígur tilraunin í aðalatriðum að því, að ef borið er á N með búfjár-
áburði, þá sé nauðsynlegt að nota að minnsta kosti P til þess að bæta upp
búfjáráburðinn og hamla með því móti gegn of lágu P-innihaldi í heyinu.
Aðalgróður er: Vallarsveifgras, túnvingull og língrös og dálítill hvít-
smári, einkum í a-reitum. Eggjahvítan er rannsökuð árið 1954, 1955 og
1956 og ennfremur calcium, en P er rannsakað árin 1954 og 1955. Meðal-
tal er tekið af 1. slætti árið 1954, 2. slætti 1955 og 1. slætti 1956.
Endurræktun tuna, nr. 10 1950. Hey hkg/ha Meðaltal Hlut- Þurrefni %
Tilhögun: 1955 1956 7 ára föll eggjahv.
a. Tún óhreyft í 24 ár . 42.3 51.7 45.0 100 13.5
b. Tún plægt upp 6. hvert ár . .. 47.1 27.5* 49.8 111 13.0
c. Tún plægt upp 8. hvert ár ... 46.3 46.4 54.7 122 11.9
d. Tún plægt upp 12. hvert ár .. 47.2 50.2 55.4 123 12.0
j Sáð var fræi í þennan lið.