Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Side 78
76
Árið 1955: Árið 1956:
Hitamagn ............................ 1213.5 C° 1076.4 C°
Regnmagn............................. 552.5 mm 263 mm
Vaxtartími .......................... 110 dagar 106 dagar
3. Tilraunir með eyðingu illgresis í kartöflum.
Gerð var tilraun 1955 með arfaeyðandi efni, Herbasol s/4 lítra í 100
lítra vatns og svo með Aero-syanat 4%. Þessar blöndur voru hvor um sig
notaðar á þrjá 36 m2 reiti 11.1 líter á reit og úðað í þurru veðri, 15. júlí,
daginn eftir var komin rigning. Herbasolið verkaði betur á arfann, en
Aero-syanatið. Hins vegar virtust bæði þessi efni lítið gagn gera, til þess
að halda arfanum niðri, því í byrjaðan ágúst náði arfinn alveg yfirráðum
í garðinum. Vigtað var af þeim reitum, sem úðað'ir voru með þessum efn-
um, og varð þar nokkuð minni uppskera en þar sem ekki var úðað, en
arfanum haldið niðri með venjulegri arfahreinsun. Þessi athugun, sem er
gerð við óvenjuleg veðurskilyrði, sker þó engan veginn úr hve mikið gagn
mætti hafa af arfaeyðandi efnum við kartöflurækt eða aðra garðrækt. Þarf
og verður að rannsaka það nánar og verður vafalaust gert á næstu árum.
3. Starfsskýrsla 1955 og 1956.
Jafnhliða tilraunum í jarðrækt hefur sem að venju verið nokkur ann-
ar rekstur. Kúabúið er nú 20 kýr, 1 naut og 2 vetrungar. Kúabúið hefur
verið rekið tvö undanfarin ár með talsverðum halla og er eins og stend-
ur byrði á starfseminni. Stafar þetta af illkynjaðri júgurbólgu og vaxandi
kauphækkunum. Er óráðið enn hvernig þetta verður lagfært. Hrossaeign
búsins er nú 3 hestar, og lítið notaðir, því allt er nú unnið með vélum,
jarðvinnsla, sáning og heyskapur. Varið hefur verið til verkfæra- og véla-
kaupa nær 50 þús. kr., ný sáðvél o. fl. verkfæri. Vantar þó enn talsvert af
vélum, til þess að vel sé, og verður unnið smám saman að því að auka
verkfæraeignina, því það virðist nú eina leiðin til þess að draga úr kaup-
greiðslum.
Ræktunarland stöðvarinnar hefur aukizt um 4 ha bæði árin, og er sú
aukning aðallega í sandgirðingu stöðvarinnar á Rangárvöllum. Er nú
hið ræktaða land um 60 ha á Sámsstöðum og um 12 ha í sandræktarstöð-
inni á Rangárvöllum. Heyskpur varð 1955 um 800 hestar taða, en 1956
um 1100 hestar, auk hálms af korni og grasfræi. Kornuppskera varð um
80 tn. af byggi og höfrum 1955 og um 90 tn. 1956. Grasfræ innan við
100 kg hvort árið. Bæði árin hafa reynzt slæm fyrir þessa framleiðslu.