Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 81

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Page 81
79 hélzt fram um 10. sept., en þá kólnaði nokkuð og átt austlæg og norðaust- læg og allmikil úrkoma eftir miðjan mánuðinn og fram um 25., en þá þornaði aftur. Okt.—des. Október var fremur kaldur og þurr, nóvember mjög góð- ur. Nokkrar þokur og úrkomur fyrri hlutann, en þíður og ágæt veður eftir miðjan mánuðinn og fram til 27. Hinn 28. gerði snjóföl og voru frost eftir það að heita mátti allan desember og hvít jörð að kalla. Hagar voru alltaf og oftast góðir. Talsverður snjór kom um jólin, og norðvestan ofsaveður á 2- jóladag með mikilli snjókomu, einkum um kvöldið. I heild var árið bott. Frosthart um veturinn, hitar og þurrkar um sumarið, og úrkoma ársins með allra minnsta móti. Heyfengur um meðal- lag. Grasspretta ekki mikil og mun orsök hafa verið mikill jarðklaki, sem víða hélzt fram í júlílok og óvenjulegir þurrkar í júlí og ágúst. Sauðfé var með vænsta móti um haustið. b. Veðrdttan 1956. Janúar—apríl. Janúar var harður, veðrátta illviðrasöm og frost í meira lagi, en hagar oftast allgóðir. Um mánaðamót jan,—febr. skipti um tíðar- far. 1. febrúar var sunnan stórviðri og vatnsveður með fádæmum. Spillt- ust vegir og heytjón varð talsvert á einum bæ í nágrenninu. Upp frá því var tíðarfar einmunagott í febrúar og marz, og í marzmánuði sást tals- verð gróðurnál. Apríl var í meðallagi. Kólnaði 2. og var norðaustlæg átt fram um miðbik mánaðarins, en snjór kom ekki, svo teljandi væri. Gróð- urnálin hélzt nokkuð. Mai—sept. Maí var mildur til miðju, en óvenju miklar úrkomur, mest rigning. Um miðjan mánuðinn, eða þann 16., var hörkukuldakast, með norðvestan ofsaveðri. Úr því hlýindi og fór hiti yfir 20° hinn 26., en upp úr því gerði ofsaveður er var mest 28. og mjög einstakt á þessum tíma árs. Loftið var þá myrkvað af moldar- og sandroki, sem sýnir hve snjólaust og þurrt hefur þá verið orðið um hálendið norðaustan Vatna- jökuls. Birkiskógar voru allaufgaðir í lok mánaðarins og sauðgróður þá nægur kominn, nema fyrir tvílembdar ær, sem þurfa túnbeit, þar til út- hagi er nær algrænn. Júní var fremur kaldur, einkum í byrjun og fram til 10. og voru þá oft snjóél, jafnvel um daga og hiti mjög lágur, þótt frost mældist aðeins eina nótt. Grasvöxtur fór mjög hægt, og sláttur byrj- aði ekki að ráði fyrir mánaðamót. Júlí var fremur hagstæður, þó í kald- ara lagi fram til 14., en hita- og góðviðriskafli til 24. og spratt þá mjög ört á túnum, svo að töðufall varð víða í meira lagi og nýting ágæt. Síðast í júlí kólnaði og snjóaði á heiðum og var dimmviðri 29. og 30. Ágúst var kaldur, sólarlítill og úrkomulítill og leið jörð fyrir þurrk. Háarspretta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.