Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Síða 81
79
hélzt fram um 10. sept., en þá kólnaði nokkuð og átt austlæg og norðaust-
læg og allmikil úrkoma eftir miðjan mánuðinn og fram um 25., en þá
þornaði aftur.
Okt.—des. Október var fremur kaldur og þurr, nóvember mjög góð-
ur. Nokkrar þokur og úrkomur fyrri hlutann, en þíður og ágæt veður
eftir miðjan mánuðinn og fram til 27. Hinn 28. gerði snjóföl og voru
frost eftir það að heita mátti allan desember og hvít jörð að kalla. Hagar
voru alltaf og oftast góðir. Talsverður snjór kom um jólin, og norðvestan
ofsaveður á 2- jóladag með mikilli snjókomu, einkum um kvöldið.
I heild var árið bott. Frosthart um veturinn, hitar og þurrkar um
sumarið, og úrkoma ársins með allra minnsta móti. Heyfengur um meðal-
lag. Grasspretta ekki mikil og mun orsök hafa verið mikill jarðklaki, sem
víða hélzt fram í júlílok og óvenjulegir þurrkar í júlí og ágúst.
Sauðfé var með vænsta móti um haustið.
b. Veðrdttan 1956.
Janúar—apríl. Janúar var harður, veðrátta illviðrasöm og frost í meira
lagi, en hagar oftast allgóðir. Um mánaðamót jan,—febr. skipti um tíðar-
far. 1. febrúar var sunnan stórviðri og vatnsveður með fádæmum. Spillt-
ust vegir og heytjón varð talsvert á einum bæ í nágrenninu. Upp frá því
var tíðarfar einmunagott í febrúar og marz, og í marzmánuði sást tals-
verð gróðurnál. Apríl var í meðallagi. Kólnaði 2. og var norðaustlæg átt
fram um miðbik mánaðarins, en snjór kom ekki, svo teljandi væri. Gróð-
urnálin hélzt nokkuð.
Mai—sept. Maí var mildur til miðju, en óvenju miklar úrkomur,
mest rigning. Um miðjan mánuðinn, eða þann 16., var hörkukuldakast,
með norðvestan ofsaveðri. Úr því hlýindi og fór hiti yfir 20° hinn 26.,
en upp úr því gerði ofsaveður er var mest 28. og mjög einstakt á þessum
tíma árs. Loftið var þá myrkvað af moldar- og sandroki, sem sýnir hve
snjólaust og þurrt hefur þá verið orðið um hálendið norðaustan Vatna-
jökuls. Birkiskógar voru allaufgaðir í lok mánaðarins og sauðgróður þá
nægur kominn, nema fyrir tvílembdar ær, sem þurfa túnbeit, þar til út-
hagi er nær algrænn. Júní var fremur kaldur, einkum í byrjun og fram
til 10. og voru þá oft snjóél, jafnvel um daga og hiti mjög lágur, þótt
frost mældist aðeins eina nótt. Grasvöxtur fór mjög hægt, og sláttur byrj-
aði ekki að ráði fyrir mánaðamót. Júlí var fremur hagstæður, þó í kald-
ara lagi fram til 14., en hita- og góðviðriskafli til 24. og spratt þá mjög
ört á túnum, svo að töðufall varð víða í meira lagi og nýting ágæt. Síðast
í júlí kólnaði og snjóaði á heiðum og var dimmviðri 29. og 30. Ágúst var
kaldur, sólarlítill og úrkomulítill og leið jörð fyrir þurrk. Háarspretta