Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1958, Blaðsíða 106
104
lítil og rófur voru aðeins í tilraun, illa sprottnar og nokkuð skemmdar
af maðki. Mjólk framleidd á árinu var 10.967 kg. Hún er öll notuð á
lieimilinu. Lítið eitt er selt af smjöri og undanrenna notuð til fóðurs,
3300 kg, og nokkuð af nýmjólk í kálfa. Slátrað var um vorið 29 mánaða
nauti með 250 kg kjöt. 2 ungkálfar felldir og 1 alinn. Slátrað var um
haustið 1 hesti.
Alls fæddust um vorið 728 lömb. Af þeim voru 635 undan ám. Af
lömbunum fórust þar til sleppt var á fjall 42. Á fjalli voru því 686 lömb.
Vanheimt voru um haustið 17 lömb. Af þeim 669 lömbum er heimtust,
var 553 lömbum slátrað, 14 lambhrútar og 4 gimbrar seldar til lífs, 94
lömb sett á heima og 4 lömb fórust í heimahögum um haustið. Meðal-
þungi sláturdilka var 14.66 kg. Meðalþungi lífgimbra var 40 kg. Fargað
var 64 kindum fullorðnum og veturgömlum, 2 veturgamlir hrútar seldir
til lífs og vanhöld hafa numið 23 kindum fullorðnum og veturgömlum.
Garnaveiki varð tveimur ám að fjörtjóni, 4 fórust af burði um vorið, 8
kindur fórust af afleiðingum ormalyfsgjafar, kílaveiki og alls konar kvill-
ar orsökuðu nokkur dauðsföll, 2 drukknuðu í skurðum, en enga kind
veturgamla eða eldri vantaði af fjalli. Ullarframleiðsla ársins var 1416 kg.
Fólkshald.
í heimilinu eru 7—8 að vetri en 12—14 að sumri. Sigurður Magnússon
fór 1. maí, en danskur búfræðikandidat kom um sama leyti og vann mik-
ið við tilraunastarfsemina ásamt Ólafi Jónssyni, eins og áður segir. 2 bú-
fræðingar frá Hvanneyri, Ólafur Valdemarsson og Hörður Bjarnason réð-
ust hingað 1. maí og eru hér einnig í vetur. Við fjárhirðingu hafa verið
auk mín, Guðmundur Guðmundsson, Jónas Þorsteinsson og Hörður
Bjarnason. Sigurður annaðist kýr og hesta til vors en Ólafur Valdemars-
son í vetur.
Ýmsar upplýsingar.
í júlíbyrjun sl. var farið vestur í Rana, hann smalaður og rúið þar á
fjórða hundrað fjár frá tilraunabúinu. Var flest féð rekið þangað vestur
fyrir rúning, í júnímánuði. Er þess ekki kostur að hafa svo margt fé í
heimalandi fram til rúningar, og ófært að láta féð vera í ullinni yfir
sumarið. Þessi útgerð öll er að vísu tímafrek og kostnaðarsöm, en reynsl-
an bendir vafalaust á ýmislegt er betur má fara. Stefán Aðalsteinsson,
búfræðikandidat, kom í Ranann með vélklippur til að rýja með og voru
þær notaðar þar nokkuð og víðar á Jökuldal. Um haustið voru flestar
ær búsins reknar aftur í Ranann og gengu þar til nóvemberloka. Voru