Saga - 2013, Page 9
sigrún pálsdóttir
Dóttirin mikla frá Cambridge
Þegar eiríkur Magnússon bókavörður baðar sig í Cam til að herða skrokk-
inn, stæla vöðva og þétta heilann, stekkur Málfríður af bakkanum og tekur
„dýfu“. Þau eru stödd rétt fyrir utan Cambridge, á þeim stað í ánni sem
kallaður er laug Byrons. Fríða er hinn „mesti vatnsköttur“, eins og
húsbóndi hennar, og hefur ekki vikið frá honum síðan hann fann hana úti
á götu illa á sig komna, taugatrekkta og máttvana af hungri árið 1871.
Dýravinurinn eiríkur, þá nýkominn til í Cambridge, tók tíkina með sér
heim og gaf henni mjólkina sem hann ætlaði út í teið sitt.1
Hundar hafa vissulega komist á spjöld sögunnar, einkum fyrir tilstilli
frægra húsbænda sinna. Gæludýr sem fyrirbæri hafa líka orðið sagnfræð -
ingum rannsóknarefni þótt einstök dýr séu sjaldan eiginleg viðfangsefni
þeirra. enda er það ekki tíkin Málfríður sem er forsíðumynd Sögu heldur
myndin af henni máluð af Sigríði einars dóttir Magnússon, eiginkonu
eiríks. Líklega má telja þetta elsta málverk af gæludýri í íslenskri myndlist-
arsögu, enda málað inn í evrópska hefð sem teygir rætur sínar aftur í aldir
en íslenskir myndlistarmenn á 19. öld tóku aldrei upp. Þótt Sigríður hafi
ekki verið lærður listmálari eða starfandi, er myndin af Fríðu forvitnilegt
dæmi um áhrif borgaralegra hefða í íslenskri myndlistarsögu og dæmigerð
fyrir störf Sigríðar, sem sjaldan áttu sér fordæmi. Óvenju legt lífshlaup
hennar hefur löngum vakið athygli manna, en vitneskjan um það er þó enn
sem komið er bundin við einstakar sögur og sögusagnir. Starfi hennar að
kvenréttindamálum hafa verið gerð nokkur skil, en það sem skapar Sigríði
sérstöðu meðal íslenskra kvenréttindakvenna er sú staðreynd að hún kom
gjarnan fram fyrir hönd málstaðarins, sem fulltrúi íslenskra kvenna þar
sem afskipti hennar af kvennabaráttunni áttu sér einkum stað á erlendum
vett vangi.2 Á þann hátt var kvennabarátta Sigríðar hluti af landkynningar-
starfi hennar. Sem talsmaður íslenskrar menningar á englandi tilheyrði
Sigríður hins vegar samfélagi sem gekk í gegnum endurskoðun á ríkjandi
hugmyndum og gildum og kenna má við menningarlega afstæðishyggju.
Þetta umhverfi átti sinn þátt í að auka veg þeirra hjóna í samfélagi mennta-
Saga LI:2 (2013), bls. 7–8.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Stefán einarsson, Saga Eiríks Magnússonar í Cambridge (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja 1933), bls. 268–270.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 7