Saga - 2013, Page 26
valtýr Guðmundsson, prófessor, alþingismaður og ritstjóri Eim -
reiðar innar, var hins vegar einn þeirra sem ekki vildu gera of lítið úr
munnmælasögunum þótt vissulega væru þær ekki gallalausar: „en
þó höf[undur] hafi gert sér allt far um að gera frásögn sína bæði sem
fyllsta og áreiðanlegasta er þó sjálfsagt enn mikils í vant að sagan sé
fullkomin eða rétt í öllum greinum. en í því efni verður aldrei synt
fyrir öll sker þar sem jafnmiklar munnmælasögur hafa myndast eins
og um þau Natan og Rósu.“ valtýr mundi sjálfur eftir ýmsum
munnmælum frá uppvaxtarárum sínum í Húnaþingi sem vantaði í
söguna og sagði sumt á annan veg hermt en sagt væri frá í bókinni:
„verður aldrei við því gert að inn kunni að slæðast villur sem
munn mælin valda en fátt mun um annarskonar villur hjá höf -
[undi].“61 Ónefndur gagnrýnandi gekk lengra: „Þessi sameinaða
saga Natans og Rósu segir blátt áfram frá lífi tveggja yfirburða pers-
óna frá vöggu til grafar; segir frá morði Natans og málum þeim sem
af því leiddi og endaði með aftöku Friðriks og Agnesar. Hér er hlut-
drægnislaust og eðlilega sagt frá …“62 Gagnrýnendur voru því ekki
sammála um gildi sögu Brynjúlfs frá Minna-Núpi af Natani ketils -
syni og Skáld-Rósu.
„Tvennt er af þessu að læra“, ritaði Þórhallur Bjarnarson biskup
árið 1913: „Annað, að ekki er leggjandi út í slíka sannsögulega sögu-
gerð eftir munnmælum í byggðunum, og hitt, að þarna kemur nú
fram, þótt í smáu sé, hvaða gullkista Landsskjalasafnið er og verður
æ meir.“63
Frásagnir fjögurra höfunda af morðbrennunni
en hvaða sögu segja bækur þeirra Gísla konráðssonar og Brynjúlfs
Jónssonar frá Minna-Núpi? Og hvernig fer sú saga saman við frá-
sagnir sakborninganna sjálfra í yfirheyrslum vegna morðbrennunn-
ar? Til að einfalda mál og afmarka samanburð verður í þessum kafla
einungis litið til atburðarásarinnar örlaganóttina 14. mars 1828, ekki
aðdraganda morðvígsins eða eftirmál, enda ættu atburðir nætur -
innar að vera tiltölulega skýrir til samanburðar. Auk prentaðra
Natanssögubóka Gísla konráðssonar og Brynjúlfs Jónssonar frá
Minna-Núpi er einnig litið til handrits Gísla frá því um 1860 sem og
Húnvetninga sögu hans, handrits Jóns espólíns að Húnvetninga sögu
eggert þór bernharðsson24
61 Eimreiðin 19:1 (1913), bls. 68–69.
62 Heimskringla 19. desember 1912, bls. 3.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 24