Saga - 2013, Síða 31
Húnvetninga sögu einungis að Sigríður hafi gætt barns líkt og espólín
segir.74 „veinhljóð“ inni í baðstofunni fóru ekki framhjá Sigríði og
barninu og „spurði mærin hvort babbi ætti bágt; en Sigríður sagði
henni að verið væri að skera hrúta“, segja Brynjúlfur og Tómas.75
espólín og Gísli nefna vitaskuld ekki pabbann en sá síðarnefndi
segir þó að Sigríður hafi sagt barninu að verið væri að skera hrúta.76
Til að hylja verksummerki höfðu þau Friðrik, Agnes og Sigríður
ákveðið að brenna bæinn. Í frásögn Tómasar og Brynjúlfs smurðu
þremenningarnir líkin í hvalfeiti að verknaðinum loknum sem og
rúmstokka og viðu í baðstofunni. espólín og Gísli segja að Friðrik og
Agnes hafi staðið fyrir þessu eftir að hafa rotað Natan hið fyrra sinni,
hann hafi rankað við sér þegar þau voru í miðjum klíðum við að
undir búa íkveikjuna og þau þá ráðist á hann í seinna skiptið. Áður
en baðstofan varð að einu báli báru þremenningarnir burt fémæti og
það besta af fatnaði og földu. espólín og Gísli segja að Brekku-Gísli
Ólafsson, föðurbróðir Friðriks, hafi þá verið kominn til að hirða
þýfið og fela það sem átti að skjóta undan.78 Í frásögn Brynjúlfs frá
Minna-Núpi fór Sigríður með stúlkubarnið út í fjós eftir að eldur
braust út en Agnes að Stapakoti og „kallaði þar á glugga að
Illugastaðir stæðu í björtu báli og Natan og gesturinn mundu vera
dauðir; hefði þetta orsakast af meðalasuðu Natans um kvöldið …“79
Tómas á Þverá segir hins vegar að þær hafi báðar farið að Stapakoti
en í frásögn hans er óljóst hvað varð þá um barnið.80 Hið sama á við
hjá espólín og Gísla, sem segja einungis að Agnes og Sigríður hafi
friðrik, agnes, sigríður og natan 29
75 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, Saga Natans Ketilssonar, bls. 105; Lbs. Lbs.
1933 8vo. Tómas Guðmundsson, Sagan af Natan ketilssyni, bls. 83.
76 Sbr. Gísli konráðsson, Húnvetninga saga 2, bls. 658; Lbs. JS. 123 8vo. Gísli
konráðsson, Sagan af Natani ketilssyni, bls. 129; Gísli konráðsson, Sagan af
Natan Ketilssyni, bls. 56.
77 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, Saga Natans Ketilssonar, bls. 105; Lbs. Lbs.
1933 8vo. Tómas Guðmundsson, Sagan af Natan ketilssyni, bls. 83.
78 Lbs. Lbs. 2663 4to. Jón espólín, Húnvetninga saga, annar hluti, bls. 107; Gísli
konráðsson, Húnvetninga saga 2, bls. 658 og 660; Lbs. JS. 123 8vo. Gísli kon -
ráðsson, Sagan af Natani ketilssyni, bls. 130 og 134; Gísli konráðsson, Sagan af
Natan Ketilssyni, bls. 57–58.
79 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, Saga Natans Ketilssonar, bls. 105–106.
80 Lbs. Lbs. 1933 8vo. Tómas Guðmundsson, Sagan af Natan ketilssyni, bls. 83.
81 Gísli konráðsson, Húnvetninga saga 2, bls. 658 og 660. — Sbr. Lbs. Lbs. 2663 4to.
Jón espólín, Húnvetninga saga, annar hluti, bls. 107; Lbs. JS. 123 8vo. Gísli kon -
ráðsson, Sagan af Natani ketilssyni, bls. 135; Gísli konráðsson, Sagan af Natan
Ketilssyni, bls. 58.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 29