Saga - 2013, Page 33
sem sýslumanninum virtist „þessi tilburður nokkuð ískyggilegur
skikk aði hann strax þann 17da þ.m. fyrrnefndan hreppstjóra og
bóndann Árna Skúlason í Tungukoti að fyrirtaka skoðunargjörð yfir
téðan húsbruna og sér í lagi yfir leifar líkama þeirra innibrunnu að
kanna …“85 Jón í Stapakoti og Árni í Tungukoti hófust þegar handa
og skiluðu sýslumanni fáeinum dögum síðar skoðunargjörð yfir
húsbrunann og líkamsleifar hinna innibrunnu manna. Þar kom
skýrt fram að báðir höfðu verið stungnir með eggvopni, Natan átta
sinnum og Pétur að minnsta kosti fjórum sinnum. Leifar af ýmsum
fatnaði úr brunanum skoðuðu þeir einnig og virtist „sumt af þeim
… blóðugt.“86 Blöndal sýslumaður hóf þegar rannsókn málsins og
setti fyrsta extrarétt í Natansmálum að Stóru-Borg í vesturhópi
síðdegis 22. mars. Fyrir hann voru fyrstar kallaðar konurnar tvær
sem komist höfðu lífs af úr voðaeldinum á Illugastöðum; Sigríður
Guðmundsdóttir bústýra og Agnes Magnúsdóttir vinnukona.
Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á vatnsenda í vesturhópi 19.
nóvember 1811 og var yngst tíu alsystkina. Hún var því liðlega sext-
án ára þegar voðaeldurinn varð. Faðir Sigríðar dó þegar hún var
enn í móðurkviði en Sigríður sleit barnsskónum á vatnsenda með
móður sinni og seinni eiginmanni hennar. ellefu ára var Sigríður
send á Þernumýri í vesturhópi þar sem hún átti að fá uppfræðslu,
en móðir hennar og stjúpi fluttu að Stóru-Borg og gerðust þar
vinnufólk.87 Nýfermd fluttist Sigríður til þeirra vorið 1825 og þaðan
kom hún sem vinnukona á Illugastaði þegar Natan ketilsson hóf
þar búskap á hálfri jörðinni vorið 1826. Á sama tíma gerðist karítas
Jónsdóttir bústýra hjá Natani en hún var 46 ára og kom frá Saurbæ
í vatnsdal. karítas réð sig að Hvammi í vatnsdal vorið 1827 og tók
friðrik, agnes, sigríður og natan 31
85 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 154–155.
86 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GB/4. Dóma- og þingbækur. Fylgiskjöl. GB/4-2. Litra
B. Skoðunargjörð 19. mars 1828.
87 Uppfræðslan hefur sennilega tekist misjafnlega því í umsögn prests um Sigríði
segir að hún hafi verið „tornæm og skilningsdauf“. ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún.
GB/4. Dóma- og þingbækur. Fylgiskjöl. GB/4-2. Bréf Gísla Gíslasonar til
Björns Blöndals, dags. 11. apríl 1828.
88 Sbr. ÞÍ. BC 1,2 Tjörn 1824–1853. XvI 5. Sálnaregistur Tjarnar á vatnsnesi 1824–
1853, [árin 1826 og 1827].
89 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 172. —
Þegar Sigríður var skráð sem „Quindfolke Livsfange I Tugthuset“ í kaup -
manna höfn 2. september 1830 var hún mæld 57 tommur á hæð, eða 149 cm, og
sögð „har blå öjne, blond hår og er middelmådig af bygning“, sem samræmist
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 31