Saga - 2013, Page 37
gerst hafði um nóttina og af þjófnaðarmálunum sem upplýstust.99
Síðar hefur verið sagt að sjálft morðmálið hafi verið „nokkuð einfalt
úrlausnar frá embættislegu sjónarmiði.“100
Frásögnum þremenninganna ber almennt saman hvað varðar
atburðarásina. Helsti munurinn er sá að af framburði kvennanna að
dæma réði Friðrik mestu um framgang mála, en hann leggur hins
vegar áherslu á að þær hafi verið fullgildir og meðvitaðir þátttak-
endur. Þannig segist Friðrik hafa farið að Stapakoti mánudaginn 10.
mars og síðan farið að Illugastöðum og verið nóttina. Pétur Jónsson
hafi verið þar en þær Agnes og Sigríður hafi lagt að sér „enn á ný
fastlega að framkvæma morðið þá Natan kæmi heim og lofuðu að
styrkja mig til þess eftir megni ef ég með þyrfti og kváðust mundu
sjálfar gjöra það ef ég væri ófáanlegur til þess. Dróst ég þá á það við
þær.“101 Á hinn bóginn segir Sigríður að eftir að hafa aftrað Friðriki
tvisvar sinnum frá því að drepa Natan hafi hún loks „lofað honum
að aftra honum ei frá þessu aftur …“102 Og Agnes segist hafa hitt
Friðrik þegar hann kom úr annarri árangurslausri ferð sinni til
Illugastaða og kvaðst „hún í þetta sinn hafa lofað að hún ekki skyldi
skipta sér af, þá hann dræpi Natan, eður segja frá því …“103
Samkvæmt framburði sakborninga kom fanginn Pétur Jónsson,
sem var í varðhaldi hjá vorm Beck bónda á Geitaskarði í Langadal,
að Illugastöðum um mánaðamótin febrúar–mars 1828. Pétur færði
þær fréttir að vorm væri orðinn veikur á nýjan leik og óskaði eftir
því að Natan ketilsson kæmi sem fyrst til að reyna að lækna hann.
Á meðan myndi Pétur sjá um búpening á Illugastöðum. Natan hélt
að Geitaskarði en Pétur varð eftir á Illugastöðum.104
Natan sneri til baka úr lækningaferðinni miðvikudaginn 12.
mars. Á leiðinni kom hann við í katadal, heilsaði upp á Friðrik
Sigurðsson og þáði af honum mjólk og brennivín. Friðrik fylgdi
síðan Natani á leið og fór vel á með þeim.105 Daginn eftir fór Friðrik
frá katadal og sagði heimilisfólki þar að hann ætlaði að Tungukoti í
Hlíðardal.106 Hann gekk hins vegar að Illugastöðum. Þangað kom
hann í rökkrinu og fór í fjósið. Skömmu síðar komu Agnes og
friðrik, agnes, sigríður og natan 35
101 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Hún. GA/7, 2. 1827–1830. Dóma- og þingbók, bls. 190.
102 Sama heimild, bls. 161.
103 Sama heimild, bls. 163.
104 Sama heimild, bls. 157.
105 Sama heimild, bls. 182 og 190.
106 Sama heimild, bls. 177.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 35