Saga - 2013, Page 38
Sigríður til hans og sögðu að Natan og Pétur væru háttaðir hvor í
sínu rúmi í baðstofunni; „Natan í sínu rúmi, hvar ég átti eftir hans
skipun sem oftar að undanförnu hjá honum að sofa …“, sagði
Sigríður.107 Frásagnir Frið riks annars vegar og Agnesar og Sigríðar
hins vegar varðandi Pétur eru ólíkar. Friðrik segist hafa boðið þeim
stöllum að hætta við tilræðið fyrst Pétur væri á staðnum: „bauð ég
þeim þá að hætta við þetta fyrst Pétur væri þar en þær beiddu mig
báðar að halda áfram og buðu mér styrk sinn til þess sem fyrr …“108
Sigríður segir að Friðrik hafi tjáð þeim „báðum sameiginlega að nú
væri hann kominn til að drepa þá Natan og Pétur hvort við vildum
eður ekki, og sagði það væri minni synd að drepa Pétur þar hann
væri opinber illræðismaður heldur en annan ósekan og lofuðum við
honum þá að þegja yfir þessu en neituðum að styrkja hann til
þess.“109 Hér virðist málum blandið því uppi voru áform um að
fyrst myndu Agnes og Sigríður drepa Pétur með því að gefa honum
skeiðvatn (saltpéturs sýru), þ.e. áður en Friðrik „færi að drepa Natan
svo þessi væri ekki nema einn við að eiga, en þessu hafi þær ei getað
viðkomið.“110 Agnes og Sigríður skýrðu ekki hvers vegna þær hefðu
ekki eitrað fyrir Pétur Jónsson, en sennilega hefur þær brostið kjark
þegar á reyndi.
Agnes lagði til að Natan yrði frekar drepinn inni en úti og „held-
ur kveðst hún hafa ráðið til að rota hann með hamrinum en að
skera hann þar sér virst hafi að þetta mundi kvalningaminna.“111
Sigríður sótti nú stóran hamar og lét Friðrik fá hann. Áður en þau
fóru inn í baðstofuna segir Agnes að Friðrik hafi beðið þær að
hjálpa sér við að binda Natan og pína til að segja frá því hvar pen-
ingar hans væru geymdir áður en hann yrði drepinn.112 Báðar
harðneituðu að gera það og Agnes var sýnu harðari að sögn
Friðriks: „hefði [hann] talað þær Sigríði og hana til að binda Natan,
og láta hann segja til peninganna en Agnes mótmælt því …“113
Friðrik treysti sér ekki til að pína Natan til sagna fyrst hann þyrfti
eggert þór bernharðsson36
107 Sama heimild, bls. 158.
108 Sama heimild, bls. 190.
109 Sama heimild, bls. 158.
110 Sama heimild, bls. 252–253. — „Agnes kannast og svo við ráðagjörð þeirra
um að gefa Pétri inn skeiðvatnið“, bls. 253.
111 Sama heimild, bls. 219.
112 Sama heimild, bls. 219.
113 Sama heimild, bls. 263.
114 Sama heimild, bls. 245.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 36