Saga - 2013, Blaðsíða 41
„kynni að brúka formælingar við þau ef hann þekkti þau.“130
Þegar Agnes og Friðrik komu aftur inn í baðstofuna var Natan
að rakna úr rotinu „og hafi þá ekki annarstaðar blætt úr Natan en
öðru megin úr höfðinu …“, segir Agnes.131 Hann var þó rænulítill
og fór aftur að tala um vorm á Geitaskarði og biðjast vægðar. Þar
sem Natan þekkti ekki Friðrik „hafi þau meint hann væri orðinn
trufl aður“, að sögn Agnesar.132 Pétur var þá ekki heldur „útaf
dauður“. Hann var byrjaður að ranka við sér aftur og farinn að biðja
til guðs. Friðrik segir að þá hafi Agnesi fallist hugur, misst ljósið svo
það slokknaði og hlaupið út úr baðstofunni. við þetta segist Friðrik
hafa misst stjórn á sér og tekið sjálfskeiðungs-vasahníf sem hann var
með og „rak í Natan þar til hann var dauður …“133 Þegar Friðrik
hafði áður rotað Natan kom „hola … inní höfuð á honum og kveðst
hann seinast hafa rekið hnífinn inn um holuna inn í heilann og úr
því hafi hann ei orðið var við líf í honum.“134 Síðan sneri Friðrik sér
að Pétri og stakk hann til dauða. Inni í baðstofunni ýtti Friðrik
blóðugum líkömum Natans og Péturs fram úr rúmunum og á
gólfið. Síðan segist hann hafa farið fram að sækja ljós.135
Agnes kveikti ljós frammi og fór aftur inn í baðstofuna með
Friðriki sem tók að rífa rúmföt úr rúmi Natans. einnig opnaði hann
tvö koffort sem stóðu hjá rúmi hans og fyllti annað með því sem
honum þótti fémætast; bar það síðan fram ásamt rúmfötunum og
eitthvað af ytra fatnaði Natans og flutti fram í bæjardyr. Saman
grófu þau þetta öll í eldiviðarhlaða í búrinu. Sumt var falið í fjósinu
og í moðbás og enn annað grafið í gólf á Illugastöðum. Friðrik fann
peningapung í öðru koffortinu og tók Sigríður við honum.136 Í
baðstofunni lagði „Friðrik báða líkamana upp í rúm Natans og
friðrik, agnes, sigríður og natan 39
131 Sama heimild, bls. 219.
132 Sama heimild, bls. 219.
133 Sama heimild, bls. 191.
134 Sama heimild, bls. 253.
135 Sama heimild, bls. 191.
136 Sama heimild, bls. 163–164, 191, 207 og 243.
137 Sama heimild, bls. 159.
138 Höfundur leitaði til Magnúsar Snædals, prófessors í almennum málvísindum
við Háskóla Íslands vegna orðsins „laspúvera“ og hann svaraði svo í tölvu-
pósti dags. 19. september 2012: „Í Lexicon islandicum/orðabók Guðmundar
Andrés sonar (bls. 108) finnst sambandið „eg lapsa til“ sem merkir ‘skamma,
ráðast að með stóryrðum’ (invehor, insurgo per sesqvipedalia verba).
Óneitanlega kallast „lapsa til“ á við „laspúvera til“ (þrátt fyrir -ps- vs. -sp- en
b á ð a r
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 39