Saga - 2013, Page 43
og var þar þangað til Agnes kom aftur ásamt Stapakotsfólki „sem
þá fór að slökkva eldinn, var þá baðstofan niður fallin. varð
eldurinn slökktur svo ei brunnu fleiri hús.“148 Þær Agnes og
Sigríður sögðu fólkinu, sem kom að, að þær hefðu báðar sofið í föt-
unum en Pétur verið að leita að fénu þegar þær sofnuðu. eldurinn
hefði kviknað af ljósi sem stóð í glugganum og þær ekki raknað við
fyrr en loginn var kominn í baðstofuna nálægt rúmi Natans.149
Hér er á ýmsan hátt dregin upp önnur mynd af atburðarás
morð næturinnar en birtist í frásögnum Jóns espólíns, Gísla kon -
ráðssonar, Tómasar Guðmundssonar á Þverá og Brynjúlfs Jónssonar
frá Minna-Núpi. enda þótt þessir höfundar hafi fengið réttar
upplýsingar um eitt og annað, t.d. ákall Natans til vorms Beck og að
hann hafi talið að Pétur hefði fengið slag eða flog hjá espólín og
Gísla, sem og að Natan hafi boðið peninga fyrir líf sitt eins og allir
höfundarnir fjórir segja, er athyglisvert hversu tiltölulega einföld
atriði eru röng hjá espólín og Tómasi á Þverá, og skekkjan heldur
síðan áfram hjá Gísla og Brynjúlfi frá Minna-Núpi. eitt dæmi er það
að Natan og Pétur eru látnir sofa í sömu rekkju en ekki sitthvoru -
megin í baðstofunni eins og raunin var. erfitt er að sjá hvernig
morðáformin áttu yfirleitt að ganga upp miðað við að þeir svæfu
saman andfætis. Auk þess er ólíklegt að Natan hafi yfirleitt deilt
sömu rekkju og fanginn, ekki síst ef hann átti von á Sigríði í rúmið.
Reyndar er rétt farið með rekkjurnar tvær í frásögn espólíns í
Árbókunum en það skilar sér ekki í Húnvetninga sögu hans, sem
hann skrifaði síðar. Svo virðist sem nýjar frásagnir hafi borist í
Skagafjörð og þeim verið trúað. Annað rangt atriði sem vekur
athygli er koma Péturs Jónssonar til Illuga staða. Hann var búinn að
dvelja á bænum í nærri hálfan mánuð þegar morðin voru framin og
átti a.m.k. ekki að koma konunum á óvart að hann væri þarna enn.
Raunar er Friðrik líka vel vitandi um dvöl hans því hann gerði ráð
fyrir því að Agnes og Sigríður myndu byrla honum eitur og þar með
drepa hann áður en ráðist yrði á Natan ketilsson.150
Það sem vekur þó sérstaka athygli er frásögnin af þætti Agnesar
Magnúsdóttur í atburðarásinni morðnóttina. Miðað við það sem
segir í yfirheyrslunum er hlutur hennar ansi svakalegur hjá þeim
friðrik, agnes, sigríður og natan 41
149 Sama heimild, bls. 160 og 165–166.
150 Ýmsar aðrar smærri rangfærslur vekja athygli, t.d. það að enginn þessara
fjögurra höfunda hafi vitað hvert barnið var sem Natan fóstraði á Illuga -
stöðum.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:03 Page 41