Saga - 2013, Page 56
Miðfirði og bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Náin tengsl
eru á milli skrifa Jóns espólíns og Gísla sem og milli Tómasar á
Þverá og Brynjúlfs frá Minna-Núpi. Frásagnir fjórmenninganna
voru bornar saman við það sem sakborningarnir í morðmálinu
sögðu sjálfir í yfir heyrslum Björns Blöndals sýslumanns eftir morð -
brennuna. vissulega hafa þeir espólín, Gísli, Tómas og Brynjúlfur
rétt fyrir sér um eitt og annað, en samanburðurinn leiðir oft í ljós að
í veigamiklum atriðum standast frásagnir þeirra ekki skoðun réttar-
gagna og annarra frumheimilda.
Hvað veldur þessum mun á síðari tíma frásögn, jafnvel þótt
skrif uð sé fáeinum árum eftir atburð, og samtímafrásögn þátttak-
enda? Skýringin þarf í sjálfu sér ekki að vera flókin: Atriði skolast til
í tíma og rúmi, brenglast í tímans rás og á ferðalögum milli héraða
og manna. Í munnlegri geymd má búast við tilhæfulausum viðbót-
um. Jón espólín situr í Skagafirði og heyrir sögur af málinu, Gísli
kon ráðs son er líka Skagfirðingur, að vísu frændi Natans ketilssonar,
en nánast allt sem tengist morðbrennunni er í handriti espólíns,
læri föður hans, frá því um og upp úr 1830. Tómas Guðmundsson á
Þverá er unglingur í Miðfirði þegar atburðirnir gerast og sest svo
niður um þrjátíu árum síðar og skrifar um málið, byggir á minni og
frásögnum annarra. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi er Sunn -
lend ingur langt frá vettvangi og kemur enn síðar að málinu og
treystir á eldri skrif og frásagnir fólks sem fæst þekkti til málsins af
eigin raun.
Strax í fyrstu yfirheyrslum yfir sakborningunum fékk Björn
Blöndal sýslumaður fram játningar þeirra. eftir það þurfti hann í
sjálfu sér ekki að spyrja mikið meira út í tildrög morðsins og dýpri
ástæður. Í raun nægði honum að Agnes Magnúsdóttir, Friðrik
Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir játuðu strax skilmerkilega
að hafa myrt Natan ketilsson og Pétur Jónsson, síðan rænt búið að
Illugastöðum, falið þýfið og kveikt í bænum til að hylja slóð sína.
Undirréttardómur sýslumanns var líka í samræmi við það en hann
varð síðan grunnur inn að dómi Landsyfirréttar í Reykjavík og
Hæsta réttar í kaup manna höfn.
Í yfirheyrslum Blöndals sýslumanns fengust yfirleitt skýrar og
fremur vafningalausar upplýsingar, stundum um viðkvæma hluti.
Frásagnirnar sem einkenna sagnaþættina stangast iðulega á við
nákvæmar lýsingar þeirra Agnesar Magnúsdóttur, Sigríðar Guð -
munds dóttur og Friðriks Sigurðssonar. Þar er hlutur Agnesar sýnu
verstur miðað við það sem gerðist samkvæmt dómsskjölunum.
eggert þór bernharðsson54
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 54