Saga - 2013, Page 74
þau of margbreytileg að gerð og bréfritarar sjaldan raunverulega
uppteknir af stafsetningu og stíl. Bréf vesturfaranna voru oft án
greinarmerkja, í þeim voru stafsetningarvillur og stundum var stíll-
inn ruglingslegur — jafnvel bréf sem skrifuð voru eins og „talað mál
á blaði“. enda voru bréfritarar oftast fólk með litla sem enga þjálfun
í skrift eða því að stíla bréf. Þar að auki voru reglur um stafsetningu
ýmist ekki til eða breytilegar milli svæða í heimalandinu Bretlandi.
en eins og Gerber bendir á kom þetta ekki í veg fyrir að fólk skrifaði
bréf og þýddi heldur ekki að það gæti ekki tjáð sig.47
Handbækurnar virðast því endurspegla hugmyndir um útlit og
innihald sendibréfa fremur en að þær séu vísbending um hvernig
þau litu út í raun.48
engar samræmdar reglur um réttritun voru á Íslandi um og eftir
1820 og stafsetning á bréfum því með ýmsu móti. Punkta, kommur
og greinaskil er sjaldan að finna í bréfum kvennanna á Hallfreðar -
stöðum, né heldur hástafi í upphafi setninga. Aftur á móti kunnu
mæðgurnar Sigríður Ørum og Malene að stíla bréf og þau eru sett
upp eftir ákveðinni formúlu eða venju sem hefur mótast í fjölskyldu
þeirra. Gera má sér í hugarlund að bréfin séu nokkurs konar blanda
formlegra opinberra bréfa og persónulegri og óformlegri tjáningar.
Tjáninguna varð að ramma inn á einhvern hátt því varla var hægt
að skrifa bréf nákvæmlega eins og orðin fljóta af munni. Mæðgurnar
miðluðu svo þekkingunni áfram til barnanna, rétt eins og gerðist
erlendis löngu áður en skriftarkennsla varð lögboðin eða skólar á
hverju strái. Flest bréfasöfnin sem Susan Whyman rannsakaði ná
yfir nokkrar kynslóðir sömu fjölskyldu og í stað formlegrar skóla-
göngu lærði hver ný kynslóð oft af foreldrum sínum eða eldri systk-
inum. Sjá má sama orðaforða, sömu heilsanir og kveðjur og jafnvel
sömu uppsetningu bréfa í marga ættliði.49
Ef sýslumannssonurinn kynni ei skrifa
Bréf Malene og Sigríðar Ørum opinbera þá staðreynd að menntun
var kynbundin. Rauður þráður í bréfum þeirra er menntun drengj-
anna. Páll var í öruggum höndum Steingríms suður í Odda en
erla hulda halldórsdóttir72
47 David A. Gerber, Authors of Their Lives, bls. 82–89.
48 Sbr. konstantin Dierks, „The Familiar Letter“, bls. 37.
49 Susan Whyman, The Pen and the People, bls. 30 og 83. einnig Loftur Guttorms -
son, „Udviklingen af læse- og skrivefærdighed i Norden 1650–1850“, bls. 33.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 72