Saga - 2013, Page 80
gæti hann beitt sér í þágu systkina sinna, jafnvel móður og ömmu
væru þær enn á lífi. Ábyrgðin sem hann bar á yngri systkinum sín-
um og velferð þeirra kemur vel fram í bréfum fjölskyldunnar —
jafnvel þótt hans eigin bréf séu ekki til staðar. Hann lét sér annt um
móður sína og ömmu, fylgdist með og hafði fingurna í málefnum
systra sinna, einkum þó Sigríðar sem bjó nær honum og leitaði mjög
til hans, og gerði það sem hann gat til að hjálpa bræðrum sínum
Stefáni og Siggeiri.
Það eru því ekki aðeins tilfinningar sem ráða, því praktíkin flétt-
ast saman við. viðhalda varð tengslunum við Pál og halda honum
innan veruleikans fyrir austan — það var gert með bréfum og í bréf-
um. ekki var síður mikilvægt að viðhalda tengslum við vini og
vandamenn (sem flestir voru valdsmenn) suður í Reykjavík og
kaupmannahöfn. Um það sá amma að mestu leyti. Hún „prentaði“
bræðrum sínum biskupnum og Jóni stýrimanni bréf, mágkonum
sínum og fleiri konum, og hún skrifaði Bjarna Þorsteinssyni, sem
hún þekkti frá því hann var skrifari á heimili Geirs biskups snemma
á öldinni.68 eru þá aðeins nokkrir nefndir. Malene skrifaði Páli
sínum og fóstra hans Steingrími. Þó ekki alltaf eigin hendi þrátt fyrir
fornan vinskap, því Malene, eins og margar aðrar konur, óttaðist að
stílnum væri ábótavant, að bréf hennar uppfylltu ekki þær kröfur
sem lærðir karlar gerðu til bréfa. Í janúar 1824 skrifaði hún Páli:
Hier innan í legg eg brief til profasts séra Steingrims sem eg bid þig
koma til framfæris forvitnastu nú ecke í þad samt þad kann vera hön-
um meigi sinast stinga í stúf med stilin þú vissir hvur adur var vanur
ad skrifa hönum firer mig en eg reidi mig uppa ad hann firirgefe mier
þo stirt sie og einfaldlegt.69
Malene, sem skrifar syni sínum falleg og vel stíluð bréf frá hjartanu,
biður hann að skoða ekki bréfið til Steingríms. Amtmanninum
Bjarna Þorsteinssyni hefur hún að þessu sinni hvorki „manndád nie
dirfsku ad skrifa“ en það gæti breyst ef hann sendi henni línu.70 Í
þessu sést í hnotskurn mismunandi notkun eða hagnýting skriftar.
erla hulda halldórsdóttir78
68 Sigríður Ørum talar oft um að „prenta“ bréf. Orðinu bregður einnig fyrir hjá
Malene dóttur hennar og tengdasyni hennar Páli Guðmundssyni sýslumanni.
69 Lbs. Lbs. 2411 a 4to. Malene Jensdóttir til Páls Pálssonar 10. janúar 1824. Líklegt
er að „þu veist hvur“ hafi verið áðurnefndur Sigfús Árnason sem af bréfum að
dæma var hjálplegur fólkinu á Hallfreðarstöðum og heimsótti þau þegar færi
gafst. Hann var dáinn þegar þarna var komið sögu.
70 Lbs. Lbs. 2411 a 4to. Malene Jensdóttir til Páls Pálssonar 10. janúar 1824.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 78