Saga - 2013, Page 94
Saga LI:2 (2013), bls. 92–142.
þór whitehead
Ástandið og yfirvöldin
Stríðið um konurnar 1940–1941
Árið 1961 afhentu systkini Jóhönnu knudsen, fyrstu lögreglukonunnar og
stjórnanda ungmennaeftirlits lögreglunnar 1941–1945, Þjóðskjalasafni fjóra
böggla af skjölum úr hennar fórum. Í fylgibréfi sagði: „Það er ófrávíkjanlegt
skilyrði fyrir afhendingu þessara gagna að þau verði innsigluð og eigi opnuð
til nokkurra afnota fyrr en eftir 50 ár — fimmtíu ár — frá deginum í dag að
telja.“ Árið 2012 veitti safnið fræðimönnum skilyrtan aðgang að þessum
gögn um og er grein þessi fyrsta ritsmíðin, sem unnin er upp úr þeim og birt
á prenti.
Þegar innsigli voru rofin á skjalabögglunum, kom í ljós að hér var ekki
um að ræða einkaskjöl Jóhönnu heldur voru nú loks komin í leitirnar skjöl
ungmennaeftirlits lögreglunnar. Þessi skjöl eru mikilvægar en jafnframt vara-
samar heimildir um samskipti, sem hundruð íslenskra kvenna áttu við her-
menn á styrjaldarárunum. Þau veita einnig nýja innsýn í afstöðu ráðamanna
og lögreglunnar til svokallaðra ástandsmála og afskipti yfirvalda af þeim.
Í greininni er meðal annars leitað svara við þessum spurningum: Hvers
vegna fól Hermann Jónasson, forsætis- og dómsmálaráð herra þjóðstjórnar-
innar, Jóhönnu knudsen, fyrrum yfirhjúkrunarkonu, að hefja lögreglurann-
sókn á ástandinu 1941? Hverjir voru helstu markhópar þessarar rannsóknar
og hvernig samræmdist hún landslögum? Hvernig aflaði Jóhanna upplýsinga
um rösklega 500 konur, sem hún skrásetti í þessum áfanga og lögreglustjóri
fullyrti að stunduðu allar ólifnað með hermönnum? Teljast upplýsingarnar í
skrá lögreglunnar fullgildar sannanir um ólifnað kvenn anna? Hélt lögreglan
áfram að fylgjast með og skrásetja „ástandskonur“ til stríðsloka? er
hugsanlegt að á styrjaldarárunum hafi hér farið fram víðtækustu njósnir sem
stundaðar hafa verið um einkalíf fólks á Íslandi? Hvers vegna tók einar
Arnórsson, dómsmálaráðherra utan þingsstjórnarinnar, ákvörðun 1943 um að
hnekkja í raun lögum, sem sett voru að frumkvæði Hermanns Jónassonar,
með þeim afleiðingum að niður lögðust allar þær stofnanir sem upp hafði
verið komið til að forða unglingsstúlkum frá mökum við hermenn? Hvers
vegna ákvað einar Arnórsson að segja Jóhönnu jafnframt upp störfum 1944
og leggja niður ungmenna eftir lit lögreglunnar?
ekkert olli jafnmikilli úlfúð í sambúð Íslendinga við heri banda-
manna á stríðsárunum 1940–1945 og „ástandið“, kynni kvenna og
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 92