Saga - 2013, Page 118
Þeir Þorkell og Agnar kofoed-Hansen áttu það sameiginlegt að
hafa tekið þátt í starfsemi þjóðernissinna, nasista, á ungaaldri. Þor -
kell virðist þó hafa sagt skilið við nasista, því að tveir af forystu-
mönnum þeirra sögðust hafa undrast þegar hann birtist í einkenn-
isskyrtu í síðustu göngu Flokks þjóðernissinna, 1. maí 1938. Þeir hafi
haft illar bifur á manninum, hann hafi verið „njósnari“ og auðnu-
leysingi, vísast vinstrimaður og jafnvel kommúnisti, eins og hann
hefði átt kyn til. ekki er óhugsandi að Þorkell hafi aftur slegist í hóp
nasista 1938 til að njósna um þá fyrir lögreglustjóra.74
Þorkeli G. Hjálmarssyni tókst ekki að leyna því að hann væri
„njósnari“, eins og unglingsstúlka ein varaði hermenn við þegar þau
áttu leið framhjá húsi hans 1942. enn var sterkur þorpsbragur á
höfuðstaðnum og það vakti umtal að þessi ungi maður væri sífellt
á sveimi um bæinn að kvöld- og næturþeli svo árum skipti. konur
og hermenn komust ekki hjá því að sjá að hann hafði gætur á þeim.75
Breska öryggisliðinu var líka áreiðanlega kunnugt um njósnir hans
fyrir lögreglustjóra.
Annar aðalheimildarmaður Jóhönnu var Lárus F. Salómonsson
(1905–1987), einn kunnasti lögregluþjónn sinnar tíðar, hagyrðingur
og glímukóngur Íslands. Breska öryggisliðið taldi Lárus í þeim hópi
lögregluþjóna sem næst stæði Agnari kofoed-Hansen og hneigðist
til nasisma, en slíkum fullyrðingum verður að taka með gát.76 Lárus
hafði orð fyrir að vita allt um alla. Hann virðist meðal annars hafa
fylgst með og skráð konur sem sóttu hermannaböll. Þá tók þessi
bóndasonur af Snæfellsnesi þátt í ýmsum hörðustu bardögum lög-
reglunnar við drukkna hermenn og gekk fram, sem oftar, af fádæma
kjarki og hreysti.77 Breska öryggisliðið ímyndaði sér hins vegar að
lögreglustjóri egndi hermenn til óeirða til að spilla samskiptum
landsmanna við Breta. Skipti glímukóngsins við hernámsliðið voru
því brösótt.78 ef að líkum lætur var Hjörtur e. Guðmundsson lög-
þór whitehead116
74 Viðtal. Höfundur við Gísla og Harald Guðmundssyni 17. júlí 1999; Þór
Whitehead, Sovét-Ísland óskalandið, bls. 242–246.
75 ÞÍ. Ue. C/2-4. Þorkell G. Hjálmarsson, skýrsla nr. 8, 18. mars 1942; Viðtal.
Höfundur við kjartan Bjarnason, fyrrverandi lögregluþjón 8. júní 1982.
76 IDF (Iceland Defence Force: Skjalasafn varnarliðsins, keflavíkurflugvelli).
Relations between the British Garrison and the Icelanders, ódagsett skýrsla í
ljósriti frá Friðþór eydal, bls. 10.
77 Jóhannes Helgi, Lögreglustjóri á stríðsárunum, bls. 122, 235–243, 245–246, 255–
256 og 311–315.
78 IDF. Relations between the British Garrison and the Icelanders, bls. 21 og 23.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 116