Saga - 2013, Page 120
bandi þess við karlmenn“, heimili kæmu „ungum stúlkum í kynni
við setuliðsmenn í þeirri trú að það sé fínt“, ellegar til að hagnast á
því og tryggja sér jafnvel „atvinnusamband“ við herinn. Íslenskir
karlmenn, svo sem bílstjórar, hefðu einnig atvinnu af því eða miklar
aukatekjur „að útvega kvenfólk“.
Jóhanna lagði fram róttækar tillögur um varnarráðstafanir, sem
kröfðust breytinga á lögum og reglum. Hún hvatti til þess að aldurs-
takmark ungmenna sem barnaverndarnefnd og lögregla mættu hafa
eftirlit með yrði hækkað úr 16 árum í 21 ár. Stofnað yrði uppeldis-
heimili og vinnuhæli úti á landi til að taka við ungmennum á villi-
götum. Þá yrði lögreglunni heimilað að vista konur, „sem sið -
spillandi áhrif hafa á umhverfi sitt“ á vinnuhæli eða í sérstöku
vændishverfi eða vændishúsi undir ströngu eftirliti.81 ekki ætlaði
Jóhanna vændiskonum og viðskiptavinum þeirra þó notalegan
sama stað, því að hún lagði síðar til að konurnar yrðu hýstar í einu
alræmdasta hreysi Reykjavíkurbæjar, Pólunum (í vatnsmýrinni
austarlega, suður af Hringbraut ekki fjarri Landspítalanum). Þessi
tillaga Jóhönnu spratt af undarlegri sannfæringu hennar um að
vændislifnaður væri ekki aðeins stundaður af fjölda vandræða -
kvenna. vændi væri hluti af daglegu lífi á fjölmörgum heimilum í
bænum, þar á meðal betri heimilum, án þess að fólk sæi að eitthvað
væri bogið við það. Því yrði að einangra óforbetranlegar „vændis-
konur“ og hindra að þær drægju óharðnaðar stúlkur út í saur-
lifnað.82
Jóhanna taldi það illan sið að setja gallaða bæjarunglinga niður
á sveitaheimili, þar sem þeir spilltu heilbrigðri æsku sveitanna. Í
hverri viku bættist „fjöldi í hóp vandræðaunglinganna“. Því þyrfti
að flytja úr bænum án tafar eins margar hinna lauslátu stúlkna og
kostur væri og vista í tjöldum „undir ströngu eftirliti við holla
vinnu“, uns þær yrðu lokaðar inni á hælum fjarri bæjarsollinum.
Lögreglan þyrfti líka að geta bannað kvöld- og næturrölt telpna um
vissar götur, „stöður þeirra og gón fyrir framan verstu knæpur
bæjar ins“ og komur „ungra stúlkna með óflekkað mannorð á dans-
leiki í hermannaskálum“.
þór whitehead118
81 ÞÍ. Ue. B/1-1. Jóhanna knudsen til Agnars kofoed-Hansens 17. maí 1941.
82 ÞÍ. Ue. B/1-9. Jóhanna knudsen til einars Arnórssonar 9. febrúar 1943. D/1-7.
Tillögur um starfsemi siðferðis-lögregludeildar. Uppkast.
83 ÞÍ. Ue. B1/1. Jóhanna knudsen til Agnars kofoed-Hansens 17. maí 1941.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 118