Saga - 2013, Qupperneq 134
óreglu kvenna og vegvilltra unglingsstúlkna, sem leituðu í
félagsskap hermanna.
Alda andúðar og ótta við ástandið virðist hafa risið hæst með
skýrslu ástandsnefndarinnar 1941. Þar verður meðal annars að horfa
til þess að þá höfðu rösklega þrjátíu þúsund breskir og bandarískir
hermenn tekið sér bólfestu í landinu, flestir í grennd við höfuð -
staðinn. við þessar aðstæður, sem áttu sér ekkert fordæmi, hlaut
smæð þjóðarinnar að valda ótta og öryggisleysi. engu að síður
sættu ástandsskýrslan og siðferðisrannsókn lögreglustjóra mun
harðari gagnrýni en ætla mætti miðað við kenningar um einsýnt og
alls ráðandi karlaveldi í landinu. Jóhanna knudsen leit svo á að
framganga nefndarmanna hefði að líkindum skaðað málstað þeirra,
vegna þess hve öflugri andstöðu þeir mættu.130
Haustið 1941 lagði Hermann Jónasson fram uppkast að frum-
varpi um eftirlit með ungmennum, allt til 20 ára aldurs, fyrir þing-
menn stjórnarflokkanna, sem allir voru karlmenn. enda þótt þetta
uppkast, samið af svonefndri kvennanefnd með hjálp lögfræðinga,
gengi ekki jafnlangt og forsjár- og aðskilnaðarhugmyndir Jóhönnu
knudsen, vilmundar Jónssonar landlæknis og ástandsnefndarinnar,
reyndist meirihluti þingmanna því andvígur. Þeir töldu það skerða
um of frelsi ungmenna. Hermanni Jónassyni hafði því mistekist að
telja ráðherra og þingmenn fyllilega á sitt mál með sið -
ferðisrannsókninni og ástandsskýrslunni. Þar kom að forsætis- og
dómsmálaráðherra gaf út bráðabirgðalög um málið í desember
1941. Með þeim voru ungmenni allt til tvítugs, í reynd stúlkur, skil-
greindar sem börn er hvorki hefðu þroska né vit til að hafa stjórn á
lífi sínu, sér í lagi kynlífi, enda þótt þær mættu giftast 18 ára og teld-
ust sjálfráða 16 ára. Þau Hermann Jónasson og Jóhanna knudsen
hugðust ekki aðeins beita ríkisvaldinu til verndar unglingum heldur
reyna að hindra eftir mætti samskipti sem flestra aldurshópa
kvenna við hermenn.131
Þegar Alþingi fjallaði um bráðabirgðalögin 1942 ákváðu þing-
þór whitehead132
130 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
131 Alþingistíðindi 1942 B, d. 104–105 og 111–112; Stjórnartíðindi 1941 A, bls. 280–
282 (l. nr. 122/1941); ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárus sonar
13. janúar 1944.
132 Alþingistíðindi 1942 A, 216, 449. B, d. 104–123; Stjórnartíðindi 1942 A, bls. 110–
111 (l. nr. 62/1942).
133 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 132