Saga - 2013, Blaðsíða 161
er sem sagt komin hin kirkjulega viðmiðun við höfuðið — líka í
Borgar þingslögum þar sem barn með „örkuml“ getur haft hunds-
höfuð — sem greinir á milli manns og dýrs. en „ferlíkið“ getur líka
þekkst á ómennskri rödd. Því sama bregður fyrir í íslenskum lögum,
í viðbótarklausu í einu einasta handriti kristinréttar forna, þar sem
segir:47
Barn hvert er alið er skal færa til skírnar sem fyrst má, með hverigri
skepnu sem er, ef manns hefir rödd.
Þetta er regla Grágásar, sú sem fyrr var nefnd, en með viðbót í anda
kristinréttar nýja, þó þannig að miðað er við mannsrödd í stað
mannshöfuðs.
Hliðstæðu við þetta hef ég ekki fundið í guðfræðitextum.48
Brynja bendir á tiltekinn fæðingargalla sem getur legið þarna að
baki.49 Auk þess má benda á Glæsi, óheillanautið í eyrbyggja sögu,
sem var nýkominn í heiminn þegar gömul kona og „framsýn“
fylgir bölvun barni? 159
48 Sbr. nmgr. 34. Á einhverjum stöðum er miðað við höfuð og brjóst, hugmynd
sem væntanlega tengist þeim þætti skírnarathafnar að prestur marki skírnar-
krossinn með helgaðri olíu á enni barnsins og brjóst (en sú aðferð er ekki svo
gömul að henni sé lýst í norrænu miðaldalögunum).
Í Rómarrétti (þ.e. Corpus Iuris Civilis, safni síð-rómverskra laga og lögskýr -
inga sem notað var á miðöldum; sjá vefútgáfu í The Roman Law Library á vef
mann- og félagsvísindaháskólans í Grenoble: webu2.upmf-grenoble.fr/Droit
Romain/ > Corpus Iuris Civilis — texti úr útg. kruegers o.fl., Berlín 1877–1895.
Skoðað 11. september 2013) finn ég á einum stað (Digesta 50.16.135) rætt um
fæðingu vanskapaðs barns sem getur m.a. þekkst á því að vera afbrigðilegt
(novum) í útliti (visu) eða gráti (vagitu — orð sem sérstaklega er haft um grát
nýfæddra barna). Í latínutextum á Netinu má sjá vitnað í þennan lagastað, en
ekki, svo ég hafi fundið, í sambandi við guðfræði skírnarinnar eða tengt við -
miðinu við mannshöfuð, og verður að teljast ólíklegt að þetta hafi nein tengsl
við klausu eiðsifaþingslaga.
49 Bls. 121. Sjá nánar Paola Cerruti Mainardi, „Cri du Chat syndrome“, Orphanet
Journal of Rare Disease, 1:33 (2006), www.OJRD.com/content/1/1/33. Skoðað
11. september 2013. Þessu fylgir afbrigðilegt höfuð og andlit, naumast þó
þannig að barnið gæti talist skorta mannshöfuð. Tíðnin svarar til þess að á
Íslandi fæðist slíkt barn nú á 5–12 ára fresti, og þá kannski ámóta oft í hverjum
norskum landshluta á miðöldum.
50 Eyrbyggja saga … Útg. einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson. Íslenzk forn-
rit Iv. (Reykjavík: Hið ísl. fornritafélag 1935), bls. 170–176, tilv. bls. 171.
51 ef mennskri móður fæddist afkvæmi, sem synjað var um skírn vegna þess að
það taldist dýr fremur en maður, t.d. af því það virtist ekki hafa mannshöfuð,
hvað átti þá að gera við það? Almennt var bannað að hafa á heimili sínu heiðið
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 159