Saga - 2013, Page 164
viðsnúinn og tærnar vísi aftur. engu að síður kunna ýktar lýsingar
á einstökum dæmum um klumbufót að hafa haft sín áhrif á hug-
myndir manna, bæði um fyrrnefnda furðuþjóð og um þann mögu-
leika að venjulegu fólki geti fæðst börn með einhvern líkamshluta
viðsnúinn. en þær hugmyndir gátu líka tengst áhrifum úr annarri
átt. Það virðist a.m.k. augljóst að hófar nykursins séu skyldir öðrum
þjóðtrúarhugmyndum um viðsjárvert eðli hins öfugsnúna. Þar má
minna á töfra eða bölvun sem felst í því að fara rangsælis í stað rétt-
sælis eða aftur á bak í stað áfram, á töframátt spegilmyndar (sem
einmitt víxlar stefnunum fram og aftur), að fara með faðirvorið aftur
á bak eða nota töfraorð sem lesa má í báðar áttir. Að barn geti fæðst
með augu í hnakka, hefur sú hugmynd ekki einmitt þann sama
ískyggilega blæ?
„Belgborið“ barn
Því sem eiðsifaþingslög skipta í tvo flokka: „ferlíki“ og „öfuglíki“, er
í Borgarþingslögum lýst í einu lagi og orðað á þá leið að barn sé
„með örkumlum alið“. Í annan flokk, ekki eins alvarlegan, fellur barn
sem „verður belgborið: er belgur þar er andlits sköp skyldi“. Að barn
helgi skúli kjartansson162
55 Sé þetta túlkun á einhverju raunverulegu er það tæplega nein vansköpun held-
ur fæðing með „sigurhjálm“ (caput geleatum (e. caul, þ. Glückshaube) — Brynja
heldur sig við vanskapanir og nefnir því ekki þennan möguleika). Þá loða fóst-
urhimnur að einhverju leyti við höfuðið, mismunandi þykkar. Þetta mun yfir-
leitt hafa verið talið góðs viti fremur en ills. (Þó kallar enska Wikipedia það
algenga skoska þjóðtrú að sigurhjálmur sé einkenni umskiptings (en.wiki-
pedia.org/wiki/Changeling, skoðað 11. september 2013); það sama má sjá á
ýmsum vefjum en væntanlega eftir Wikipediu sem ekki vísar til heimildar.)
Langoftast eru þessar himnur hættulausar. Þó kemur fyrir að þær hylji andlitið
og er þá nauðsynlegt að fólk hafi vit á að opna snarlega leið að vitum barnsins.
Sjá á meðgönguvefnum BabyMed, babymed.com/en-caul-delivery (skoðað 11.
september 2013), dæmi um „sigurhjálm“ sem ekki væri fjarstætt að kalla belg
í stað andlits.
56 „klofin vör og gómur“ eru ein skýring Brynju (bls. 117) á þessari vansköpun.
57 ef „má“ er svo skilið að móðurinni sé það ómögulegt — sem augljóslega á við
ef barnið skortir andlit. Brynja (bls. 117) skilur það þannig eins og ég. else
Mundal (Barneutbering, bls. 55) fær vit í athugasemdina í því samhengi sem
hún stendur í þannig að móðurinni sé óleyfilegt að leggja á brjóst barn sem
ætlað er að deyja.
Þessu líkt er ákvæði sem kemur fyrir á tveimur stöðum í erfðaþætti
Grágásar og Brynja (bls. 120) túlkar svo að barn sé ekki arfgengt nema það geti
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 162