Saga - 2013, Síða 166
sérstakar vanskapanir nokkurn veginn í þrjá flokka. Fyrst þær sem
sýna að barnið er ómennskt: hefur ekki mannshöfuð (heldur t.d.
hundshöfuð eins og Borgarþingslög tilgreina) og ekki mannsrödd.
Síðan þær sem sýna, með því að eitthvað á barninu snúi öfugt, að það
sé viðsjárverðrar náttúru. Og loks þær sem gera barnið ólífvænlegt.
ein lýsing Borgarþingslaga stingur hér í stúf: barnið sem „hefir
sels veifar“. Að barn fæðist með „selshreifa“ getur, eins og Brynja
bendir á,58 hæglega átt við vel þekktar vanskapanir sem ekki þurfa
að vera lífshættulegar, jafnvel ekki að valda mikilli bæklun. Samt
setja Borgarþingslög þetta einkenni í flokk með hundshöfði eða aug-
um í hnakka. Manni kemur í hug að hér sé ruglingur á ferð, orða -
lagið mótað af einhverjum sem vissi að börn með hundshöfuð áttu
ekki að teljast til manna og fannst þá að hið sama ætti við um aðra
líkamshluta sem kenna mátti við dýr.
en þetta þarf ekki að vera neitt textarugl. Ýmisleg hjátrú tengist
selum, t.d. hamskiptatrú (oft kona sem á falinn selsham til að geta
horfið aftur til hafsins; selur með mannsaugu sem boðar illt í Lax -
dælu); enn má vitna til eyrbyggju þar sem ókind í selslíki gegnir
stóru hlutverki í Fróðárundrum. Þessi sela-hjátrú kynni að hafa
tekið á sig þá mynd á einhverju stigi að mennskum foreldrum geti
fæðst „selabörn“, þekkjanleg á einhverjum útlitseinkennum, sem
séu á einhvern hátt háskaleg, rétt eins og þau í „öfuglíkinu“.
ef þessi skýring stenst, þá eru öll þau „örkuml“ á nýfæddum
börnum, sem norsku lögin lýsa, tengd einhvers konar hjátrúarótta
(hundshöfuðið e.t.v. guðfræðilegri aðkomuhugmynd, hitt innlendri
þjóðtrú) nema helst andlitsleysi hinna „belgbornu“.
„Forvé hins illa“
Fyrirmæli laganna um meðferð á börnum með „örkuml“ eru harð -
neskjulegust í Borgarþingslögum. Þar er í einu lagi fjallað um börn
með eitthvað „öfugt“ eða hundshöfuð eða selshreifa. Sem sagt allt
það sem gat borið vitni um að barnið væri í rauninni einhvers konar
illvættur. Slíkt barn:
skal á forvé færa og reyra þar er hvorki gengur yfir menn né fénaður.
helgi skúli kjartansson164
59 Sophus Bugge, „Blandede sproghistoriske Bidrag“, Arkiv för nordisk filologi 2
(1884), bls. 207–253, þetta bls. 211–212. Hér eru færð gild rök gegn túlkuninni
„flæðarmál“ sem þó má víða sjá gengið út frá, en hún styðst við orðalag í yngri
lögum norskum (sjá næstu nmgr.).
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 164