Saga - 2013, Blaðsíða 172
Saga LI:2 (2013), bls. 170–182.
sigurður hjartarson
Nokkur orð um kristófer kólumbus
í íslenskri sagnfræði
kristófer kólumbus er ein dularfyllsta persóna sögunnar. Flest sem
hann snertir er vafa undirorpið. Saga hans er sveipuð dulúð og
óvissu, heimildir um hann rangfærðar, rangtúlkaðar og jafnvel bein-
línis falsaðar.1 Auk þess virðist hann sjálfur hafa hulið sig miklum
leyndarhjúpi og reynt að fela fortíð sína sem kostur var.2 Má segja
að fátt eitt sé vitað um kólumbus með vissu fyrir 1485, þ.e. áður en
hann fór alfarinn til Spánar.
Það þarf þess vegna ekki að koma á óvart að fræðimenn hafi
verið harla ósammála um uppruna kólumbusar, forfeður, fæðing-
arstað, fæðingarár og raunar flest er hann varðar fyrir Spánardvöl
hans. Líklegast má þó telja að hann sé upprunninn í Lígúríu á Ítalíu,
í Genúa eða nágrenni, og af alþýðufólki kominn. Fæðingarár hans
hefur löngum verið á reiki og þar skeikað allt að 18 árum, milli
áranna 1435 og 1453.3 er sú óvissa í raun með ólíkindum í ljósi þess
hversu mikið var um kólumbus fjallað í lifanda lífi. Flestir hallast
1 Cristóbal Colón, Textos y Documentos Completos. Prólogo y notas de Consuelo
varela (Madrid: Alianza editorial 1984), bls. LXIII–LXvIII. Sjá einnig formála
Luis Arranz í Hernando Colón, Historia del Almirante (Madrid: Historia 16 1984),
bls. 28–31.
2 Consuelo varela, Cristóbal Colón. Retrato de un hombre (Madrid: Alianza editorial
1992), bls. 19.
3 Washington Irwing segir hann fæddan um 1435. Sjá Washington Irwing, The Life
and Voyages of Christopher Columbus I (London: Cassel & Company 1885), bls. 22.
Hvorki Las Casas né H. Colón nefnir fæðingarár hans, en Luis Arranz segir í
neðanmálsgrein í útgáfu sinni á ævisögu kólumbusar að það sé nokkuð
viðtekin skoðun að kristófer kólumbus hafi fæðst árið 1451 („Se suele aceptar
que Cristóbal Colón nació en 1451“). Sjá Historia del Almirante, bls. 51. Las Casas
segir í Indíasögu sinni að kólumbus sé fæddur einhvers staðar í Genúahéraði,
sjá Historia de las Indias I; Obras Completas 3 (Madrid: Alianza editorial 1994), bls.
358. Ítalski kólumbusar-fræðingurinn Paolo emilio Taviani segir að kólumbus
hafi örugglega verið fæddur á tímanum 1450–1452, sennilega síðla árs 1451. Sjá
Taviani, Christopher Columbus. The Grand Design. ensk þýð. (London: Orbis
Publishing Limited 1985), bls. 20 og 233.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 170