Saga - 2013, Page 173
þó að því að hann hafi fæðst um 1450–1451. kólumbus lést í
valladolid á Spáni í maí 1506.
Að hluta til má útskýra þessa óvissu þannig að megnið af því
sem kólumbus skrifaði sjálfur er löngu glatað eða einungis til í afrit-
um annarra. Það virðist næsta undarlegt að nánast allt sem
varðveist hefur af hans eigin skrifum er á spænsku, jafnvel per -
sónuleg bréf hans til samlanda frá Genúa. Það eina sem varðveist
hefur á ítölskum mállýskum eru tvær athugasemdir á spássíu
einnar bókar úr hans fórum.4
Helstu varðveittu heimildir um kólumbus eru annars vegar ævi-
saga sonar hans, Hernandos kólumbusar (1488–1539) (Hernando
Colón á spænsku) og hins vegar Indíasaga dóminíkanamunksins
Bartolomé de Las Casas (1484–1566), gríðarmikið verk sem Las
Casas vann að ríflega þrjá áratugi, 1527–1561, þar sem rakin er saga
landkönnunar, landvinninga og hernáms Spánverja í Nýja heimin-
um. Indíasaga Las Casas var fyrst gefin út í Madrid 1875. Fyrri
helmingur verksins er helgaður kólumbusi og þeim atburðum er
áttu sér stað á hans tíð, þ.e. til 1506. Las Casas var mikill vinur
kólumbusarfjölskyldunnar, hafði greiðan aðgang að öllum skjölum
er snertu kólumbus og afritaði þau. Mest af því sem kólumbus
ritaði sjálfur er löngu glatað eins og áður segir og ef ekki væri fyrir
Las Casas væri harla lítið vitað um landkönnuðinn. Meðal verka
kólumbusar sem Las Casas afritaði eru Leiðarbækurnar úr fyrstu og
þriðju siglingunni og flest þau bréf kólumbusar er varðveist hafa.5
Handritið að ævisögu kólumbusar, sem Hernando sonur hans
skrifaði á spænsku á árunum 1537–1539, er einnig löngu glatað.
Ævisöguna skrifaði Hernando til að upphefja föður sinn, frægja og
réttlæta ýmsar gjörðir hans, einkum vegna langvarandi málaferla
nokkur orð um kristófer kólumbus … 171
4 Málfar kólumbusar hefur löngum vakið athygli fræðimanna. Ljóst er að hann
hefur talað Genúa-mállýsku, lært portúgölsku á langri dvöl í Portúgal og síðar
spænsku. Hann hefur auk þess kunnað nokkuð fyrir sér í „alþýðulatínu“ sem
var eins konar „lingua franca“ á þessum tíma. Í bókinni Christopher Columbus.
Journal of the First Voyage (Oxford: Aris & Phillips 1990), bls. XXvIII, segir höfun-
durinn, B.W. Ife: „In all probability, Spanish was the first language Columbus
learned to write; there is no evidence that he ever learned to write Portuguese,
and he could barely write Italian.“ Ítarlegasta heimild um málfar kólumbusar
er hið sígilda verk Ramón Menéndez Pidal, La Lengua de Cristóbal Colón (Madrid:
espasa-Calpe 1958), sjá einkum bls. 9–28.
5 Christopher Columbus, Leiðarbækur úr fyrstu siglingunni til Indíalanda 1492–1493.
Þýð. Sigurður Hjartarson (Reykjavík: Mál og menning 1992).
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 171