Saga - 2013, Page 185
helgi þorláksson
Deila um gildi
fornleifa og ritheimilda?
Ég tek undir með Steinunni kristjánsdóttur þar sem hún segir í grein í
síðasta hefti Sögu að fornleifar séu „engu ómerkari minningarbrot úr
fortíðinni en þau sem varðveitt eru í texta“. Hún bætir við: „Annar heim-
ildaflokkurinn er ekki áreiðanlegri en hinn, enda þarf að túlka þá báða, lesa
sem texta og setja í samhengi við viðfangsefnið“. 1 Undir þetta tek ég heils-
hugar. Steinunn fullyrðir hins vegar að um þetta standi deila milli fornleifa-
fræðinga og sagnfræðinga og að hinir síðarnefndu hafi oft gengið svo langt
að telja fornleifar „ómarktækar ef engar ritheimildir styðja það sem þær
leiða í ljós“ (bls. 131). Um þessa skoðun vitnar hún til BA-ritgerðar í
sagnfræði frá 2010 eftir kristel Björk Þórisdóttur sem skrifar m.a.: „Skriðu -
klaustur var líklega frekar vistheimili en sjúkrahús með markvissa lækn-
ingastarfsemi. Heimildir eru um fáa munka á klausturtímanum og er erfitt
að styðjast eingöngu við fornleifar“.2 Út frá þessu ályktar Steinunn: „Niður -
stöður ritgerðarinnar eru því þær að ekki sé hægt að halda því fram að í
klaustrinu hafi verið stundaðar lækningar að hætti miðaldafólks vegna
skorts á rituðum heimildum um þær“ (bls. 131). Þetta segir kristel Björk
ekki, hún telur að fornleifar sýni einmitt að lækningar hafi verið stundaðar
í klaustrinu að einhverju marki. en hún þorir ekki að fullyrða að þarna hafi
verið sjúkrahús í þeirri merkingu að sjúklingar hafi verið teknir inn til að fá
markvissa meðhöndlun með lyf- og handlækningum. Hún telur líklegt að
fólk hafi leitað líknar og hjúkrunar í klaustrinu og jafnframt andlegs styrks
og sáluhjálpar. Megi líklega líta á klaustrið sem líknarstofnun eða vistheimili
þar sem áhersla hafi verið lögð á andlega umönnun og fyrirbænir en þó
jafnframt veitt líkamleg umönnun og líkn.3
Saga LI:2 (2013), bls. 183–185.
AT H U G A S e M D I R
1 Steinunn kristjánsdóttir, „Lyfjaglas eða lyfseðill. Deilan um gildi fornleifa og rit-
heimilda við rannsóknir á sögulegum tíma“, Saga LI:1 (2013), bls. 129–41, sjá bls.
140.
2 kristel Björk Þórisdóttir, klaustur á Íslandi. Sjúkrahús eða vistheimili á miðöld-
um? BA-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2010, bls. 25.
3 Sama heimild, bls. 7, 8, 11 og 24–27.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 183