Saga


Saga - 2013, Page 186

Saga - 2013, Page 186
ekki skal ég fjölyrða frekar um rök kristelar Bjarkar og skoðanir enda er hún best fær um að gera grein fyrir þeim sjálf. en út frá þessu dregur Steinunn almennar ályktanir um viðhorf sagnfræðinga til fornleifa; hún segir, eins og fram er komið, að það sé „oft“ litið svo á innan sagnfræði að fornleifar séu ekki marktækar nema þær hljóti staðfestingu af rituðum heim- ildum (bls. 131). Hverjir hafa sett þetta fram og hvar? Ég kannast ekki við það. Undir lok greinar sinnar segir Steinunn að orðið sé tímabært að sagn - fræð ingar líti á fornleifafræði sem sjálfstæða á þann hátt sem þeir líti á sína eigin grein (bls. 141). ekki veit ég hvert Steinunn sækir þá hugmynd að sagnfræðingar líti ekki á fornleifafræði sem sjálfstæða grein. eitt sinn var ekki ótítt að sagnfræðingar nefndu fornleifafræði hjálpargrein sagnfræð - innar. Þetta má ekki skilja svo að þar með hafi þeir talið fornleifafræði undir - skipaða og óæðri. Það væri í sjálfu sér jafneðlilegt að fornleifafræðingar nefndu sagnfræði hjálpargrein fornleifafræðinnar og myndi sennilega ekki valda óróa meðal sagnfræðinga. eftir því sem ég veit best munu flestir eða allir íslenskir sagnfræðingar sem fást við hina elstu sögu taka algjört mark á meginniðurstöðum í forn- leifafræði. Miðaldasagnfræðingar hafa almennt, og fyrir löngu, hafnað Landnámu og Íslendingasögum sem grunnheimildum um þessa elstu sögu og eiga því mikið undir niðurstöðum fornleifafræðinga. Steinunn skilur þetta hins vegar svo að sagnfræðingar séu sífellt að reyna að sanna eða afsanna hinar rituðu heimildir út frá fornleifum, t.d. hvort landið hafi verið numið 874 eða ekki. Rétt er að sumir sagnfræðingar benda á að vitnisburður Ara fróða í Íslendingabók um upphaf landnáms, norræna forystumenn um landnámið og hvenær þeir námu land, komi merkilega vel heim við megin - niðurstöður fornleifafræðinga. Og fyrst Ari nefnir Ingólf er varla hægt að finna að því að sagnfræðingar skuli reyna að svara því hvort norrænn maður með þessu nafni hafi verið til og verið í einhvers konar forystu um landnám hérlendis eða hvort hann sé uppspuni. Fari hins vegar svo að þorri fornleifafræðinga telji að almenn og varanleg búseta í landinu hafi hafist mun fyrr en Ari telur (hann segir að það hafi verið um 870) munu sagn fræð - ingar hafna Ara. Ástæðan er einföld: hann ritaði ekki heimild sína fyrr en nærri 1130, hún stenst því ekki kröfur sem gerðar eru til góðra ritheimilda, að þær hafi orðið til sem næst atburðatíma. ekki er heldur að hafa neina sjálfstæða innlenda ritheimild til samanburðar, Ari mun hafa átt einhverja aðild að landnámsskrifum og að samantekt Frumlandnámu og því er hún og Íslendingabók háðar heimildir. Af þessu má ráða að sagnfræðingar líta á fornleifafræði sem sjálfstæða grein. Hitt er annað mál að um niðurstöður einstakra fornleifarannsókna getur ríkt efi, fornleifar má oft túlka á ýmsa vegu. Á þetta fellst Steinunn, eins og tilvitnuð orð hennar hér í upphafi pistilsins sýna. Í BA-ritgerð sinni treystir kristel Björk sér ekki til að taka undir þá ályktun Steinunnar að á helgi þorláksson184 Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 184
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.